Fráveita Egilsstaða og Fellabæ
Í tíufrétta á RÚV þann 21. nóvember síðastliðinn kom fram að engin skólphreinsun fari fram í sveitarfélaginu. Viljum við starfsmenn HEF árétta að sú frétt er ekki rétt en skólphreinsun er til staðar fyrir þéttbýli Egilsstaða og Fellabæ, og verður hún að teljast nokkuð góð.
Það eru þrjú hreinsivirki á Egilsstöðum og eitt í Fellabæ. Hluti af fráveitu sveitafélagsins eru tengd við þessi hreinsivirki en hluti tengd við rotþrær.
Á næstu árum er áformað að fara í frekari framkvæmdir við fráveitukerfi sveitarfélagsins og koma málum í enn betra horf til framtíðar litið.