Hitaveita Egilsstaða og Fella

Einhleypingi 1, 700 Egilsstaðir - hef@hef.is - 4 700 780 - kt. 470605-1110

bilanasimi

loftgaedi

HEF - Framúrskarandi fyrirtæki 2016

 

Framúrskarandi fyrirtæki 2016Í síðustu viku tók Guðmundur Davíðsson, framkvæmdatstjóri, við viðurkenningu frá Creditinfo, þar sem HEF var útnefnt framúrskarandi fyrirtæki fyrir árið 2016. Í ár fengu 624 fyrirtæki viðurkenningu, um 1,7% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi.

 

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?

 

  • Er í lánshæfisflokki 1-3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) og ársniðurstaða jákvæð þrjú ár í röð
  • Eiginfjárhlutfall 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Eignir hafa numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá
  • Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
  • Skilað ársreikningi fyrir 1. september 2016

Ylströnd við Urriðavatn verður að veruleika !

í gær, 16. janúar, voru undirritaðir samningar um uppbyggingu og fjármögnun Ylstrandar við Urriðavatn. Þar verður nýtt hreinasta vatn Íslands til að bjóða upp á vandaða upplifun á íslenskri náttúru. Í júní 2013 fékk HEF vottun á hitaveitu vatnið, sem þýðir að það stenst kröfur sem neysluvatn til drykkjar og matvælagerðar, m.a. hefur MS, á undanförnum árum, notað hitaveitu vatnið beint til íblöndunar við ostagerð sína.

Stefnt er að opnun Ylstrandar á árinu 2019, en vinna við hönnun er í fullum gangi.

Stærsti hluthafi félagsins eru Jarðböðin Mývatnssveit ehf., en aðrir hluthafar eru einstaklingar og fyrirtæki á Austurlandi. Verkefnið er að fullu fjármagnað og gera áætlanir ráð fyrir heildarfjárfestingu uppá um 500 milljónir króna.

 

 

20170115 Ylströnd undirritun samninga
Starfsfólk og stjórn HEF óskar Ylströndinni velfarnaðar á komandi tímum

Heitavatnslaust 15.09.2015

IMG 4001

Til notenda í Litluskógum, Selbrekku, iðnaðarsvæði, hlíðum (hæðin) og við Tjarnarbraut 9-15. !


Vegna viðgerðar á stofnlögn í Tjarnarbraut verður heitavatnslaust á morgun þriðjudag 15. september frá klukka 13:00.


Gott er að loka fyrir heitavatns inntak ef möguleiki er á og huga að gólfhitakerfum, passa einnig að skrúfað sé fyrir alla neysluvatnskrana. Vatn kemur aftur á síðdeigis.

Framkvæmdir við stofnlög við Gálgaás

Tengingum lokið á stofnlögn hitaveitunnar á Egilsstaðanesi og í göngustíg við Gálgaklett.

Stofnlogn galgaklettur siggi broddi halldor12 manns komu að tengivinnu á stofnlögn hitaveitunnar, og þeim viðgerðum sem fóru fram samhliða þeirri vinnu. Undirbúningur hófst kl. 08:00 á mánudagsmorgun 17. ágúst og kl. 13:00  var lokað fyrir heita vatnið,  unnu menn sleitulaust við framkvæmdina til kl að verða kl: 20:00 um kvöldið.

Verkið gekk  hratt og örugglega, framar björtustu vonum, og vil  HEF af því tilefni þakka starfsmönnum verktakafyrtækisins Yl, suðumönnum frá Stálsuðu og Suðuboganum, Ársverki, verkfræðistofunni EFLU og sínum eigin starfsmönnum frábæran starfsdag.  Við þessa tengingu bættust við um 1.500 metrar af nýrri stofnlögn um Egilsstaðanes. Einnig verður nú með þessu kominn göngustígur upp á milli Gálgakletts og Menntaskóla upp Tjarnarbraut sem verður að teljast mikil lyftistöng fyrir samgöngur hjólandi og gangandi vegfarenda á Héraði.

Við endurnýjun stofnlagna hefur verið unnið markvist á undanförnum árum, enda eru þær lagnir sem fyrir voru lagðar um kringum 1979 og því vel komnar til ára sinna. Með nýlögninni yfir Egilsstaðanes er flutningsgetan orðin meiri og er mögulegt að keyra á bæði nýju lögninni og þeirri gömlu yfir nesið. Hægt verður nú að laga þá leka sem þarf að laga á gömlu lögninni án þess að rjúfa vatn.

Samhliða tengingu á stofnlögnini var unnið að lagfæringu á stórum leka sem hafði komið upp við Tjarnarbraut, hjá Hettunni. Þar var lögnum breytt og því verður hægt að afleggja brunn sem fyrir var og viðhaldsfrekur.

HEF þakkar einnig notendum fyrir góðan skilning á þessum framkvæmdum

Heitavatnslaust - mánudaginn 17. ágúst

13082015 bb 021Mánudaginn 17. ágúst nk. verður lokað fyrir heita vatnið á öllu veitusvæði hitaveitunnar, nema í Fellabæ, frá kl. 13.00 og fram á kvöld. Ástæða lokunarinnar er tengivinna á stofnlögn hitaveitunnar við Gálgaklett, á Egilsstöðum.

Gætið þess að neysluvatnskranar séu örugglega lokaðir (best er að loka fyrir neysluvatnið í tengigrind hitaveitunnar, eða á stofnloka). Munið að slökkva á dælubúnaði hitaveitunnar, t.a.m. gólfhitakerfi. Opnið lokana gætilega eftir að vatni hefur verið hleypt á lögnina að nýju, búast má við þrýstisveiflum og lofti í lögnum fram á kvöld.

Vegna þessara framkvæmda verður sundlaugin á Egilsstöðum lokuð frá kl. 13.00 og á meðan framkvæmdir standa yfir.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að hafa.

Starfsfólk Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Urriðavatnssundið 2015

Urridavatnssunsd2015 ras

Urriðavatnssund fór fram síðastliðin laugardag 25.júli. 54 sundmenn lögðust til sunds í köldu vatninu og stóðu sig framar vonum miðað við hitastig vatns. Tveir aðillar syntu skemmtisund 400 m. en hinir þreyttu hið svokallaða Landvættasund.
Fyrstur karla tiil að klára sundið var Oddur Kristjánsson á 34 mínútum og fyrst kvenna var Sigfríð Einarsdóttir á 36,58 mínútum.

Heimamaðurinn Eiríkur Stefán synti sitt sjötta Urrðavatnssund, en hann er að sjálfsögðu upphafsmaður þessa sunds.

Elsti þáttakandi sundsins var Hjálmar Jóelsson 74. ára gamal. Þvílíkur nagli !

Nánar má lesa um sundið á : http://www.urridavatnssund.is/

Urriðavatnssund 2015

Urriðavatnssund 2015 verður haldið Laugardaginn 25 júlí næstkomandi í Urriðavatni.

Nú þegar eru skráðir tæplega 60 Þátttakendur og lýkur skráningu laugardaginn 17. júlí. 

í boði eru 3 sundleiðir þ.e. 2500 m, 1250 m og 400 m. 2500 metra sundið er partur af landvætta röðinni sem og Álkarlinum sem er nýtt og spennandi verkefni á vegum ÚÍA. Eins er í boði að synda 1250 metrana og þá eru þátttakendur gjaldgengnir í hálfkarlinn sem er samhliða Álkarlinunm.

Sundið verður ræst að morgni Laugardagsins 25. júlí út frá virkjanasvæði Hitaveitu Egilsstaða og Fella og eru Austfirðingar hvattir til að skrá sig til þáttöku eða þá koma bara og fylgjast með sundinu og hvetja keppendur áfram.

Sundleidir2015

 

- Þess má geta til gamans að nú þegar þessi frétt er rituð að morgni 14. júlí þá er hitastig vatns 10,5 gráður.- 

Tengidagur 3. júlí

Eins og notendur urðu varir við síðastliðin föstudag, þann 3. júlí þá var heitt vatn tekið af kl 13:00 þann dag.

Var það gert aðalega vegna tengingar á T-stykki fyrir nýja stofnlögn inná núverandi stofnlögn á Egilsstaðanesi.

Jafnframt var unnið að viðgerð á lögn milli vatnstanks Valgerðarstaðarási og kyndistöðvar ,sem var farinn að leka,

Tengihola EgsNes 2015

 

og breytingum á lögnum við dælur í kyndistöð. Allt gekk þetta mjög vel og var vatn komið á í Fellabæ uppúr kl 18 en á Egilsstöðum um kl. 20.

þrýstingur komst svo á í dreifiveitum á völlum og Eiðaþinghá um kl 21.

Við þetta stopp á kerfinu þá fara af stað óhreinindi sem verða til í pípunum þegar það er keyrt upp aftur og skilar það sér í krana hjá notendum. Því urðu margir varir við óhreint vatn fyrsta klukkutíman eftir að vatn komst á.

 

Nú verður lögn sem sett verður í vestur kant vegar yfir Egilsstaðanes grafin niður og er það verk þegar hafið og vegfarendur um nesið beðnir að sýna verktökum tillitsemi. Þeir vinna þarna við þröngar aðstæður. Eins og vegfarendur hafa tekið eftir hefur vegurinn um nesið verið grafinn í sundur sunnan við Lagarfljótsbrú til að koma í gegnum hann rörum fyrir bæði heitt vatn og kalt og verður nú á komandi vikum vegur yfir nesið þveraður aftur við rétt norðan við brennustæðið niður undir Gálgakletti. Vegur verður þó þveraður að kvöldi til og ættu því sem fæstir að verða varir við þá framkvæmd. 

Ekki mun þrufa að taka af vatn við tengingar á þeirri lögn sem sett er niður í vestur kant vegar þar sem búið er að tengja við loka inn á núverandi stofnlögn.

Heitavatnslaust Föstudaginn 3.júlí

Lokun 03.07.2015

Gott er að huga að öllum neysluvatnskrönum eins og segir í auglýsinguni, eins er gott að drepa á gólfhitadælum.

Framkvæmdir sumar 2015

Stofnlogn nes15

Nú er að fara af stað enn eitt framkvæmdasumar HEF.

Lögð verður ný hitaveitulögn yfir Egilsstaðanes sem og verður klárað að endurnýja hitaveitulögn að Tjarnarbraut

og lagning göngustígs undir Gálgakletti.

Ylur ehf voru með lægsta tilboð í þessi verk hvort fyrir sig og munu nú á næstu vikum fara að hefja framkvæmdir.

Framkvæmdasvæðin eru tvö. Fyrst ber að nefna stofnlögn yfir Egilsstaðanes. Lögn verður grafin í vegöxl vestari kants vegar,

þjóðvegur 1 um Egilsstaðanes verður því þveraður tvívegis í verkinu. Vegur verður þveraður við Ferjulag annarsvegar og við innkeyrslu á tún Egilsstaðabænda neðan við Menntaskólabrekku. Gerðar verða hjáleiðir sem umferð verður beint um á meðan vegur verður lokaður, en vonast er til að hvor þverun gangi að sjálfsögðu sem hraðast fyrir sig. Samhliða hitaveitulögn verður lögð ný stofnlögn vatnsveitu fyrir Fellabæ. HEF biður þá sem aka um Egilsstaðanes að sýna verktökum sem þar vinna tillitsemi meðan verki stendur.

Yfirlitsmynd Egilsstaðanes

Seinna framkvæmdarsvæði verður utan við Gálgaklett. Þar verður klárað að gera gögnustíg uppí Tjarnarbraut. í stígnum verður ný lögn sem liggur uppí dæluhús HEF við Tjarnarbraut.

Yfirlitsmynd Gálgaklett

 

Fellabær

Framkvæmdir verða líka í Fellabæ nú í sumarbyrjun. Endurnýjuð verður stofn í Lagarfelli og lögð verður regnvatnslögn í götu. Það verður gert nú í júní byrjun og verður unnið af Austurverk ehf áður en lagt verður ný klæðning á hluta Lagarfells. Má því búast við að Lagarfell lokist tímabundið frá gatnamótum við innkeyrslu Olís og uppað Lagarfelli 10. Íbúar í Fellabæ eru beðnir að hafa það í huga og mæta því með góðum skilning. 

Heilræði

Ef hitakerfi er jafnvægisstillt veitir það þægindi og vellíðan.

Hávaði í ofnlokum stafar af óstilltu hitakerfi.

Lofthitastýrðir ofnlokar draga sjálfkrafa úr rennsli til ofna ef herbergishiti hækkar vegna ókeypis varma.

Forðast skal að loka af hitanema með húsgögnum eða gluggatjöldum.

Stjórnun herbergishita með svalahurð og gluggum er sóun.  Ofnlokar eiga að viðhalda jöfnum og þægilegum hita í herberginu.

Nauðsynlegt er að íbúar geti stjórnað innihita eftir óskum um kjörhita.

Breyta þarf stillingum vatnshitastýrðra ofnloka eftir því sem útihiti breytist.

Æskilegur bakrásarhiti að vetrarlagi er ekki hærri en 30-35°C.

Á vatnshitastýrðum ofnlokum þarf að lækka stillingu handvirkt, ekki stjórna hita með svalahurð.

Grunnurinn að því að hitakerfi uppfylli þau tvö megin hlutverk sín, að skapa þægilegan innihita og halda kostnaði í lagmarki er að það sé jafnvægisstillt.

Það er eðlilegt að ofnar séu kaldir ef mikill ókeypis varmi er í herberginu.

Ef hitakerfi er ekki jafnvægisstillt veldur það auknum sveiflum á herbergishita og ónákvæmni í hitastýringu.

Gluggatjöld hindra loftstreymi frá ofnum og geta "gabbað" lofthitastýrðan ofnloka til að loka fyrir hitun áður en herbergishiti er nægur.

Það er eðlilegt að lofta út í 10-15 mín. eftir böð, eldamennsku og á morgnana.

Útloftun er nauðsynleg, síloftun er sóun.  Hagkvæmast er að lofta vel út í skamman tíma.  Hálfopnir gluggar allan sólarhringinn stuðla að óþarfa loftskiptum sem verður að mæta með aukinni hitun. Það er gott að hafa örlitla rifu á svefnhergisglugga, en þá þarf að tryggja að ofn hitni ekki að

...

Æskilegur bakrásarhiti að sumarlagi er ekki hærri en 22-25°C.

Óstillt hitakerfi veldur hækkun á hitakostnaði.

Ef handvirkir ofnlokar eru á hitakerfinu borgar sig að endurnýja þá og setja nýja lofthitastýrða ofnloka.

Stórir sólbekkir, þétt upp að ofni, draga úr því að varmi dreifist um herbergi og geta valdið því að lofthitastýrður ofnloki loki fyrir innrennsli til ofns.

Látið fagmann um að stilla ofnakerfið.