Árið 2009 tók Hitaveita Egilsstaða og Fella við rekstri fráveitukerfis sveitarfélagsins. Á Egilsstöðum og Fellabæ eru fjögur hreinsivirki ásamt þrem rotþróm. Skólphreinsivirkin anna ekki nema hluta af því magni sem er í kerfinu. Síðustu ár hefur HEF unnið að því að minnka vatn í fráveitulögnum með því að tvöfalda lagnir og veita regnvatni í opna skurði eða beint út af plönum. Stefna Fljótsdalshéraðs er að fráveitumál sveitarfélagsins byggi á umhverfisvænum lausnum sem skipi því í fremstu röð. Hefur því stjórn HEF samþykkt fjárfestingarstefnu til 10 ára þar sem unnið verði að því markmiði. Felur hún meðal annars í sér að reisa eina hreinsistöð, nægilega öfluga til að anna því magni sem kemur úr fráveitukerfinu.
Þann 19. nóvember, er alþjóðlegi klósettdagurinn.gott er að fá smá staðreyndir um klósettmál í...
Stórir sólbekkir, þétt upp að ofni, draga úr því að varmi dreifist um herbergi og geta valdið því að lofthitastýrður ofnloki loki fyrir innrennsli til ofns.