Hitaveita Egilsstaða og Fella

Einhleypingi 1, 700 Egilsstaðir - hef@hef.is - 4 700 780 - kt. 470605-1110

bilanasimi

loftgaedi

Rekstur fráveitu HEF

Hitaveita EgilsstaðBlágrænlausn fráveita lítila og Fella annast nú rekstur fráveitu kerfis Fljótsdalshéraðs. Fráveitugjald og rotþróargjald eru innheimt með fasteignargjöldum Fljótsdalshéraðs.

 

Unnið er að því núna næstu 2 árin með markvissu verkefni, sem hófst sumarið 2012, að koma gömlum og lélegum lögnum í almennilegt stand. Lagnir í grónum hverfum á Egilsstöðum og Fellabæ eru að stærstum hluta úr steini og í þessu gróðursæla umhverfi sem Hérað er þá hafa rætur gróðurs komið sér fyrir í lögnum. Markvisst er skráð hvar tíðustu bilanir í kerfinu eru og ástand metið og framkvæmdaþörf metin út frá því.

Einnig er það markmið HEF að losa um það magn yfirborðsvatns sem nú rennur saman með skólpi í hreinsivirki sveitafélagsins og drýgja með því skilvirkni stöðvana og því er í miklum leysingum ekki nægilega hreint vatn að skila sér út í umhverfið úr stöðvunum. Alls fara 1.800.000 maf fráveituvatni gegnum hreinsivirkin árlega og er um það bil 85 % af því vatni sem hægt er að færa úr kerfinu.

 

 Það er því samhliða viðhaldsframkvæmdum frárennslislagna sveitafélagsins að lagt verður tvöfalt fráveitukerfi. Því hvetur HEF íbúa til að kynna sér svokallaðar Blágrænar lausnir fráveitumála húsa. Þær miðast að því að skilja allt yfirborðsvatn og grávatn heimila frá því sem til rennur í hreinsivirkin. Safna má yfirborðsvatni í þartil gerða grjótsvelgi sem leyfa því að síga jafnt og þétt út í jarðvegin, eða safna því í safntank sem gefur þér möguleika á að endurnýta vatnið til gróður vökvunar. einnig er hægt að gera litlar tjarnir sem vatninu er veitt í.

Heilræði

Útloftun er nauðsynleg, síloftun er sóun.  Hagkvæmast er að lofta vel út í skamman tíma.  Hálfopnir gluggar allan sólarhringinn stuðla að óþarfa loftskiptum sem verður að mæta með aukinni hitun. Það er gott að hafa örlitla rifu á svefnhergisglugga, en þá þarf að tryggja að ofn hitni ekki að

...

Nauðsynlegt er að íbúar geti stjórnað innihita eftir óskum um kjörhita.

Stórir sólbekkir, þétt upp að ofni, draga úr því að varmi dreifist um herbergi og geta valdið því að lofthitastýrður ofnloki loki fyrir innrennsli til ofns.

Breyta þarf stillingum vatnshitastýrðra ofnloka eftir því sem útihiti breytist.

Óstillt hitakerfi veldur hækkun á hitakostnaði.

Forðast skal að loka af hitanema með húsgögnum eða gluggatjöldum.

Gluggatjöld hindra loftstreymi frá ofnum og geta "gabbað" lofthitastýrðan ofnloka til að loka fyrir hitun áður en herbergishiti er nægur.

Ef handvirkir ofnlokar eru á hitakerfinu borgar sig að endurnýja þá og setja nýja lofthitastýrða ofnloka.

Á vatnshitastýrðum ofnlokum þarf að lækka stillingu handvirkt, ekki stjórna hita með svalahurð.

Það er eðlilegt að ofnar séu kaldir ef mikill ókeypis varmi er í herberginu.

Æskilegur bakrásarhiti að vetrarlagi er ekki hærri en 30-35°C.

Æskilegur bakrásarhiti að sumarlagi er ekki hærri en 22-25°C.

Hávaði í ofnlokum stafar af óstilltu hitakerfi.

Stjórnun herbergishita með svalahurð og gluggum er sóun.  Ofnlokar eiga að viðhalda jöfnum og þægilegum hita í herberginu.

Ef hitakerfi er ekki jafnvægisstillt veldur það auknum sveiflum á herbergishita og ónákvæmni í hitastýringu.

Látið fagmann um að stilla ofnakerfið.

Ef hitakerfi er jafnvægisstillt veitir það þægindi og vellíðan.

Lofthitastýrðir ofnlokar draga sjálfkrafa úr rennsli til ofna ef herbergishiti hækkar vegna ókeypis varma.

Grunnurinn að því að hitakerfi uppfylli þau tvö megin hlutverk sín, að skapa þægilegan innihita og halda kostnaði í lagmarki er að það sé jafnvægisstillt.

Það er eðlilegt að lofta út í 10-15 mín. eftir böð, eldamennsku og á morgnana.