Skrifstofa HEF lokar - Covid-19

Starfsemi HEF flokkast með mikilvægum innviðum samfélagsins.  Því hefur verið gripið til þess að loka móttöku skrifstofunnar, Einhleypingi 1, Fellabæ.  HEF hefur dreift starfsfólki sínu á 4 starfsstöðvar til að takmarka nánd starfsfólks eins og mögulegt er, án þess að þjónusta og afhendingaröryggi skerðist.

Viðskiptavinum er bent á að hafa samband í síma 4 700 780, eða senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. á meðan ósköpin ganga yfir.