Skip to main content
Borgarfjörður Eystra

Ekki lengur þörf á að sjóða neysluvatn á Borgarfirði

Nýjustu niðurstöður sýnatöku sýna að engin mengun er lengur í vatnsbólum HEF veitna á Borgarfirði Eystra.  Íbúar þurfa því ekki lengur að sjóða vatn til neyslu.
Hef veitur þakka íbúum fyrir þolinmæði síðustu vikna.  Nú verður farið yfir stöðuna og metnar þarfir á úrbætum til að lágmarka hættu á mengun.