Tengidagur 3. júlí

Eins og notendur urðu varir við síðastliðin föstudag, þann 3. júlí þá var heitt vatn tekið af kl 13:00 þann dag.

Var það gert aðalega vegna tengingar á T-stykki fyrir nýja stofnlögn inná núverandi stofnlögn á Egilsstaðanesi.

Jafnframt var unnið að viðgerð á lögn milli vatnstanks Valgerðarstaðarási og kyndistöðvar ,sem var farinn að leka,

Tengihola EgsNes 2015

 

og breytingum á lögnum við dælur í kyndistöð. Allt gekk þetta mjög vel og var vatn komið á í Fellabæ uppúr kl 18 en á Egilsstöðum um kl. 20.

þrýstingur komst svo á í dreifiveitum á völlum og Eiðaþinghá um kl 21.

Við þetta stopp á kerfinu þá fara af stað óhreinindi sem verða til í pípunum þegar það er keyrt upp aftur og skilar það sér í krana hjá notendum. Því urðu margir varir við óhreint vatn fyrsta klukkutíman eftir að vatn komst á.

 

Nú verður lögn sem sett verður í vestur kant vegar yfir Egilsstaðanes grafin niður og er það verk þegar hafið og vegfarendur um nesið beðnir að sýna verktökum tillitsemi. Þeir vinna þarna við þröngar aðstæður. Eins og vegfarendur hafa tekið eftir hefur vegurinn um nesið verið grafinn í sundur sunnan við Lagarfljótsbrú til að koma í gegnum hann rörum fyrir bæði heitt vatn og kalt og verður nú á komandi vikum vegur yfir nesið þveraður aftur við rétt norðan við brennustæðið niður undir Gálgakletti. Vegur verður þó þveraður að kvöldi til og ættu því sem fæstir að verða varir við þá framkvæmd. 

Ekki mun þrufa að taka af vatn við tengingar á þeirri lögn sem sett er niður í vestur kant vegar þar sem búið er að tengja við loka inn á núverandi stofnlögn.

Útloftun er nauðsynleg, síloftun er sóun.  Hagkvæmast er að lofta vel út í skamman tíma.  Hálfopnir gluggar allan sólarhringinn stuðla að óþarfa loftskiptum sem verður að mæta með aukinni hitun. Það er gott að hafa örlitla rifu á svefnhergisglugga, en þá þarf að tryggja að ofn hitni ekki að óþörfu.