Skip to main content

Tengingar á stofnlögn Valgerðarstaðaási

Tengid Siggi sigthor Vatnstankur

Í gær sunnudaginn 11.9.2016. var tengd inn ný stofnlögn við miðlunartank á Valgerðarstaðaási. Verkið gekk vel og var vatni hleypt aftur á um klukkan að verða 17:30 í gærkvöld. Vatn var síðan komið á alla enda dreifikerfisins um klukkan 21:30 Nýja lögnin var soðinn inná stofn beggja vegna við miðlunartank þ.e. Urriðavatnsmeginn og kyndistöðvarmeginn sem og tvær tengingar við tankin sjálfan. Á meðan það var gert stóð tankurinn fullur og beið þess að hægt væri að fylla nýju lagnirnar þegar búið væri að sjóða þær við og síðan var hægt að fara hleypa á kerfið sjálft.

Verktakar sem komu að þessari framkvæmd voru Ylur ehf. sem var aðalverktaki að lögnini, Suðubogi ehf, Ársverk ehf, Guðmundur Halldórsson og Heimir Helgason Rafvirkjar, og síðan starfsmenn HEF. Hönnun og eftirlit var hjá EFLU verkfræðistofu. 

Tengid GD Sigthor

 

Hitaveita Egilsstaða og Fella þakkar öllum þeim sem að þessari vinnu stóðu fyrir sitt framlag.

Æskilegur bakrásarhiti að sumarlagi er ekki hærri en 22-25°C.