Skip to main content

Framkvæmdir Tjarnarbraut

Tjarnarbraut 2016

Nú eru framkvæmdir við Tjarnarbraut á Egilsstöðum komnar á stað eins og glöggir bæjarbúar hafa tekið eftir. Strákarnir í Austurverk grafa núna meðfram veginum við Tjarnargarðin langleiðinna inn að gatnamótum við safnastofnun og eru að leggja þar nýja skólplögn. Skurðstæðið er mjög djúpt og er því frakvæmdasvæðið girt af meðfram götunni og þrengir því akstursleið um hana og því eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar meðfram. Í Skurðinum er eins og fyrr segir ný 315 mm plastlögn fyrir skólp. síðar verður lögð vatnslögn 140 mm og að lokum kemur ný hitaveitulögn í skurðstæðið.

Nú á næstu dögum verður farið í að þvera Tjarnarbrautina og verður því hluti hennar lokaður en þó verður alltaf hægt að komast um Selás að og frá Tjarnarbraut. Íbúum og þeim fyrirtækjum sem við Tjarnarbraut búa verður alltaf séð fyrir aðgengi. Við viljum biðja vegfarendur um að hafa þetta í huga næstu vikur þegar er farið þarna um að Tjarnarbraut verður lokuð að hluta. 

Æskilegur bakrásarhiti að vetrarlagi er ekki hærri en 30-35°C.