Skip to main content

Framkvæmdalok við Tjarnarbraut.

Tjarnarbraut yfirlitsmynd

Nú er framkvæmdum í Tjarnarbraut að ljúka.

Þetta hefur verið mikil framkvæmd sem vatt talsvert uppá sig vegna ástands á lögnum sem fyrir voru.

Teknar voru fimm þveranir í Tjarnarbrautina til að endurnýja bæði skólplagnir, kaldavatnslagnir og hitaveitu. 

Eins er búið að leggja nýja regnvatnslögn meðfram götunni sem mun létta mikið á fráveitukerfi bæjarins þegar stórrigningar eru og þá sérstaklega á þessum kafla sem hingað til hefur verið til vandræða.

Aðalverktaki í þessari vinnu hefur verið Austurverk og hafa þeir staðið sig með sóma. Það var fyrirséð að það væri komið stopp í þessa vinnu eftir að 4 þveranir voru búnar vegna veðurs. en með þessari einmuna veðurblíðu sem nú hefur verið náðist að klára þetta verk á þessu hausti / vetri og er mikil ánægja með það.

 

Hitaveita Egilsstaða og Fella vill þakka þeim íbúum og fyrirtækjum við Tjarnarbraut sem og vegfarendum fyrir þolinmæði gagnvart verkinu og tillitsemi.

 

þá óskum við öllum gleðilegra Jóla og þökkum fyrir ánægjulegt og viðburðaríkt ár.

Æskilegur bakrásarhiti að sumarlagi er ekki hærri en 22-25°C.