Hitaveita Egilsstaða og Fella

Einhleypingi 1, 700 Egilsstaðir - hef@hef.is - 4 700 780 - kt. 470605-1110

bilanasimi

loftgaedi

Eiðaþinghárveita

Óskað var eftir tilboðum vegna lagningar 1. áfanga Eiðaþinghárveitu. Tilboð bárust frá tveimur verktökum, frá Yl ehf. annarsvegar sem hljóðaði uppá 99% kostnaðaráætlunar og hinsvegar frá Jónsmönnum sem var uppá 90 % kostnaðaráætlunar. Samþykkt var á 150. stjórnarfundi HEF að ganga til samninga við Jónsmenn. Um er að ræða lögn frá Randabergi og langleiðina að afleggjara að Fossgerði. Áætluð verklok er 15. júní 2013.

Lesa meira.....

Greiðslur

Hitaveita Egilsstaða og Fella sendir viðskiptavinum sínum reikninga fyrir afnot af vatni einu sinni í mánuði.  Lesið er af mælum að jafnaði einu sinni á ári, en notkun þess á milli áætluð.  Óski notandi þess að lesið sé af mæli hans utan reglu­bundins álestrartíma, er innheimt sérstakt álestargjald.

Útgáfudagur reikninga HEF er síðasti dagur mánaðar, en gjalddagi er 15. hvers mánaðar.  Viðskiptavinir geta valið um hvort þeir fái senda reikninga á A-gíróseðlum eða hvort greiðslur fara fram með beingreiðslum í bönkum eða boðgreiðslum VISA og EURO.

Viðskiptavinir eru hvattir til að fylgjast með því að vatnsnotkun á heimilinu sé eðlileg og í samræmi við áætlun á reikningum.  Ýmis atriði geta valdið óeðlilegri vatnsnotkun með tilheyrandi útgjöldum, bilaðir ofnar og heimilistæki, snjóbræðsla o.fl.  Til að fylgjast með þessum þáttum er t.d. hægt að skrá stöðu orkumæla reglulega og bera saman notkun á milli tímabila.

Heilræði

Hávaði í ofnlokum stafar af óstilltu hitakerfi.

Stjórnun herbergishita með svalahurð og gluggum er sóun.  Ofnlokar eiga að viðhalda jöfnum og þægilegum hita í herberginu.

Óstillt hitakerfi veldur hækkun á hitakostnaði.

Látið fagmann um að stilla ofnakerfið.

Nauðsynlegt er að íbúar geti stjórnað innihita eftir óskum um kjörhita.

Breyta þarf stillingum vatnshitastýrðra ofnloka eftir því sem útihiti breytist.

Það er eðlilegt að lofta út í 10-15 mín. eftir böð, eldamennsku og á morgnana.

Grunnurinn að því að hitakerfi uppfylli þau tvö megin hlutverk sín, að skapa þægilegan innihita og halda kostnaði í lagmarki er að það sé jafnvægisstillt.

Útloftun er nauðsynleg, síloftun er sóun.  Hagkvæmast er að lofta vel út í skamman tíma.  Hálfopnir gluggar allan sólarhringinn stuðla að óþarfa loftskiptum sem verður að mæta með aukinni hitun. Það er gott að hafa örlitla rifu á svefnhergisglugga, en þá þarf að tryggja að ofn hitni ekki að

...

Æskilegur bakrásarhiti að sumarlagi er ekki hærri en 22-25°C.

Ef hitakerfi er jafnvægisstillt veitir það þægindi og vellíðan.

Lofthitastýrðir ofnlokar draga sjálfkrafa úr rennsli til ofna ef herbergishiti hækkar vegna ókeypis varma.

Það er eðlilegt að ofnar séu kaldir ef mikill ókeypis varmi er í herberginu.

Ef handvirkir ofnlokar eru á hitakerfinu borgar sig að endurnýja þá og setja nýja lofthitastýrða ofnloka.

Gluggatjöld hindra loftstreymi frá ofnum og geta "gabbað" lofthitastýrðan ofnloka til að loka fyrir hitun áður en herbergishiti er nægur.

Stórir sólbekkir, þétt upp að ofni, draga úr því að varmi dreifist um herbergi og geta valdið því að lofthitastýrður ofnloki loki fyrir innrennsli til ofns.

Á vatnshitastýrðum ofnlokum þarf að lækka stillingu handvirkt, ekki stjórna hita með svalahurð.

Forðast skal að loka af hitanema með húsgögnum eða gluggatjöldum.

Ef hitakerfi er ekki jafnvægisstillt veldur það auknum sveiflum á herbergishita og ónákvæmni í hitastýringu.

Æskilegur bakrásarhiti að vetrarlagi er ekki hærri en 30-35°C.