Broddi stofnlognEins og flestir íbúar á veitusvæði HEF urðu varir við var heitt vatn tekið af dreifikerfinu nú á síðastliðin laugardag 21. september.

Aðgerð sú gekk vel fyrir sig og var stofnlögn yfir Lagarfljótsbrú endurnýjuð ásamt 320 metra kafla meðfram Egilsstaðanesi og upp brekku neðan við Gálgaás. Við aðgerðinna unnu tvö teymi suðumanna við að skipta út þessum köflum með hjálp verktaka.

 

Eftir svona aðgerð þar sem þrýstingur á kerfi er tekin af dreifikerfi og keyrður upp aftur má búast við að óhreinindi innan í lögnum fari af stað og skili sér inní síur sem eru í inntaksgrind heimahúsa.

Verði notendur varir við minnkandi þrýsting á heimiliskerfum sínum er bent á að athuga þessar síur hvort nokkuð sé þar í. Eins er gott ráð að tæma loft af ofnakerfum.

Verði fólk vart við uppstreymi á heitu vatni í nær umhverfi sínu er það beðið um að hafa samband við starfsfólk HEF í síma 470-0787 eða senda tilkynningu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..