Hitaveita Egilsstaða og Fella

Einhleypingi 1, 700 Egilsstaðir - hef@hef.is - 4 700 780 - kt. 470605-1110

bilanasimi

loftgaedi

Tengidagur 3. júlí

Eins og notendur urðu varir við síðastliðin föstudag, þann 3. júlí þá var heitt vatn tekið af kl 13:00 þann dag.

Var það gert aðalega vegna tengingar á T-stykki fyrir nýja stofnlögn inná núverandi stofnlögn á Egilsstaðanesi.

Jafnframt var unnið að viðgerð á lögn milli vatnstanks Valgerðarstaðarási og kyndistöðvar ,sem var farinn að leka,

Tengihola EgsNes 2015

 

og breytingum á lögnum við dælur í kyndistöð. Allt gekk þetta mjög vel og var vatn komið á í Fellabæ uppúr kl 18 en á Egilsstöðum um kl. 20.

þrýstingur komst svo á í dreifiveitum á völlum og Eiðaþinghá um kl 21.

Við þetta stopp á kerfinu þá fara af stað óhreinindi sem verða til í pípunum þegar það er keyrt upp aftur og skilar það sér í krana hjá notendum. Því urðu margir varir við óhreint vatn fyrsta klukkutíman eftir að vatn komst á.

 

Nú verður lögn sem sett verður í vestur kant vegar yfir Egilsstaðanes grafin niður og er það verk þegar hafið og vegfarendur um nesið beðnir að sýna verktökum tillitsemi. Þeir vinna þarna við þröngar aðstæður. Eins og vegfarendur hafa tekið eftir hefur vegurinn um nesið verið grafinn í sundur sunnan við Lagarfljótsbrú til að koma í gegnum hann rörum fyrir bæði heitt vatn og kalt og verður nú á komandi vikum vegur yfir nesið þveraður aftur við rétt norðan við brennustæðið niður undir Gálgakletti. Vegur verður þó þveraður að kvöldi til og ættu því sem fæstir að verða varir við þá framkvæmd. 

Ekki mun þrufa að taka af vatn við tengingar á þeirri lögn sem sett er niður í vestur kant vegar þar sem búið er að tengja við loka inn á núverandi stofnlögn.

Heilræði

Stórir sólbekkir, þétt upp að ofni, draga úr því að varmi dreifist um herbergi og geta valdið því að lofthitastýrður ofnloki loki fyrir innrennsli til ofns.

Gluggatjöld hindra loftstreymi frá ofnum og geta "gabbað" lofthitastýrðan ofnloka til að loka fyrir hitun áður en herbergishiti er nægur.

Það er eðlilegt að lofta út í 10-15 mín. eftir böð, eldamennsku og á morgnana.

Æskilegur bakrásarhiti að sumarlagi er ekki hærri en 22-25°C.

Ef hitakerfi er jafnvægisstillt veitir það þægindi og vellíðan.

Óstillt hitakerfi veldur hækkun á hitakostnaði.

Grunnurinn að því að hitakerfi uppfylli þau tvö megin hlutverk sín, að skapa þægilegan innihita og halda kostnaði í lagmarki er að það sé jafnvægisstillt.

Æskilegur bakrásarhiti að vetrarlagi er ekki hærri en 30-35°C.

Lofthitastýrðir ofnlokar draga sjálfkrafa úr rennsli til ofna ef herbergishiti hækkar vegna ókeypis varma.

Á vatnshitastýrðum ofnlokum þarf að lækka stillingu handvirkt, ekki stjórna hita með svalahurð.

Nauðsynlegt er að íbúar geti stjórnað innihita eftir óskum um kjörhita.

Það er eðlilegt að ofnar séu kaldir ef mikill ókeypis varmi er í herberginu.

Stjórnun herbergishita með svalahurð og gluggum er sóun.  Ofnlokar eiga að viðhalda jöfnum og þægilegum hita í herberginu.

Ef hitakerfi er ekki jafnvægisstillt veldur það auknum sveiflum á herbergishita og ónákvæmni í hitastýringu.

Hávaði í ofnlokum stafar af óstilltu hitakerfi.

Forðast skal að loka af hitanema með húsgögnum eða gluggatjöldum.

Ef handvirkir ofnlokar eru á hitakerfinu borgar sig að endurnýja þá og setja nýja lofthitastýrða ofnloka.

Breyta þarf stillingum vatnshitastýrðra ofnloka eftir því sem útihiti breytist.

Látið fagmann um að stilla ofnakerfið.

Útloftun er nauðsynleg, síloftun er sóun.  Hagkvæmast er að lofta vel út í skamman tíma.  Hálfopnir gluggar allan sólarhringinn stuðla að óþarfa loftskiptum sem verður að mæta með aukinni hitun. Það er gott að hafa örlitla rifu á svefnhergisglugga, en þá þarf að tryggja að ofn hitni ekki að

...