Stofnlgn fellab stor

Yfirlitsmynd stofnlagnar og göngustigs Fellabæ.(smellið á mynd til að skoða stóra)

Nú standa yfir all miklar framkvæmdir á vegum Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Hafið er verk við endurnýjun stofnlagna í Fellabæ, ásamt lagningar göngustígs meðfram þjóðvegi nr. 1. gegnum Fellabæ. Framkvæmdasvæði er frá gatnamótum Lagarbrautar að Iðjuseli. Verktaki er Austurverk ehf.

stofnlong fellab Austurverk2014

Grafa Austurverks við gatnamót Lagarfells og þjóðvegs nr. 1.

Eins er verið að leggja lokahönd á lagningu á þriðja áfanga Eiðaþinghárveitu frá Uppsalaá upp með veginum að Fossgerði og út í Þrándarstaði. Þar tengjast inn 8 byggingar og er það mikið ánægjuefni að ná að tengja Hitaveituna svo langa leið og bæta hagi íbúa, hvort sem það eru menn eða dýr.

Fossgerdi hitaveita 2014

Lagnarskurður Fossgerði

  Thrandarst hitaveita 2014

 Lagnarskurður upp Þrándarstaðatún.