Talsvert hefur verið af framkvæmdum hjá HEF nú í vor og sumar.

Byrjað var í Lagarbraut Fellabæ þar sem endurnýjaðar voru hitaveitu og vatnslagnir, ásamt því að leggja regnvatnslögn.

Verkið var unnið af Jónsmönnum ehf.  

 IMG 5379

 

Einnig var ráðist í seinni áfanga á endurnýjun lagna í Lagarfelli og sá Austurverk ehf. um þá vinnu ásamt starfsmönnum veitunar.

IMG 5381

 

Núna í júní lok er svo verið að leggja lokahönd á lagningu nýrrar stofnlagnar, frá aðalstofni í göngustíg uppí Tjarnarbraut, í miðbæ, sú lögn kemur til með að halda betur uppi þrýstingi á suðursvæði og á Völlum. Verktaki er Ylur ehf.

IMG 5375

Ylur ehf. voru einnig lægstbjóðendur í endurnýjun á stofnlögnum við miðlunartank á Valgerðarstaðarási með  101% af kostnaðaráætlun.

Verklok við endurnýjun er 10. september.

 

Þá er veitan stolt að sjá hin nýja göngustíg uppmeð Gálgakletti malbikaðan og svo með haustinu upplýstan, er þetta glæsileg samgöngubót fyrir gangandi vegfarendur.