Hitaveita Egilsstaða og Fella

Einhleypingi 1, 700 Egilsstaðir - hef@hef.is - 4 700 780 - kt. 470605-1110

bilanasimi

loftgaedi

Opnun tilboða Egilsstaðanes 2015

Stofnlogn nes15

Opnað voru tilboð i verkið endunýjun stofnlögn Egilsstaðanesi kl. 14:00 þriðjudaginn 12. maí.

Tilboð bárust frá þrem verktökum og voru Ylur ehf. lægstir með 18.557.191 kr þar fyrir ofan var Austurverk ehf. með 22.583.000 kr. og síðan ÞS Verktakar með 26.946.727 kr. Áætluð verklok eiga að vera 31. Júlí 2015.

Utbod stofnlogn egsnes
 

 

Samsetningar og frágangs námskeið Samorku og Set

Samsetning og frágangur á einangrun hitaveituröra 

Samsuða á PE plaströrum


lognamNámskeið haldið á vegum Sets, Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Samorku  fór fram á Egilsstöðum dagana 11. og 12. maí.

Leiðbeinendur frá Set, röraverksmiðju á Selfossi, komu og kynntu þátttakendum fyrir meðhöndlun og vinnubrögðum við samsetningar á kápum og viðgerðar á skemmdum hitaveiturörum sem og fengu þátttakendur kennslu í samsuðu PE plastlagna fyrir vatnsveitu. Þátttaka var góð á námskeið og sóttu námskeiðið starfsmenn frá verktökum á svæðinu ásamt starfsmönnum HEF og frá verkfræðistofunni EFLU.

Set Nmskei

Útboð í maí 2015

Utbod 2

Lánasamningar við Íslandsbanka

Islandsb HEF Lanasamningar-des2013Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf. skrifaði í liðinni viku undir samning við Íslandsbanka um fjármögnun á fjárfestingum sem ná til ársins 2013 og 2014.

Hitaveitan hefur undanfarin ár boðið út fjármögnun fjárfestinga sinna og náð með því mjög hagstæðum lánskjörum.

Í útboðinu að þessu sinni tóku Íslandsbanki, Arion banki og Sparisjóður Norðfjarðar þátt. Öll fyrirtæki buðu góð kjör og voru sér til sóma. Stjórn HEF ákvað að ganga til samninga við Íslandsbanka sem að endingu var með hagstæðustu kjörin.

Öll vinna og gögn HEF varðandi fjármál, fjármögnun og rekstur eru að mati Íslandsbanka til mikillar fyrirmyndar og hefur það meðal annars áhrif á hve góð kjör fyrirtækinu hafa boðist. 

 

Á myndinni eru Björn Ingimarsson bæjarstjóri, Þorvaldur P. Hjarðar stjórnarformaður HEF, Vordís S. Jónsdóttir lánastjóri, Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri Fljótsdalshéraðs, Guðmundur Davíðsson hitaveitustjóri og Gunnar Vignisson útibússtjóri íslandsbanka Austurlandi, en þau komu öll að gerð og frágangi mála vegna fjármögnunarinnar.

Urriðavatnssund 2013

Urriðavatnssundið 2013 fór fram í dag laugardaginn 27. júlí. Alls syntu 27 manns; 17 karlar og 10 konur. Landvættasundið sem er 2.5 km syntu 25 manns og tveir svokallað skemmtisund 400 m langt. Veður var dásamlegt og aðstæður hinar bestu. Allir luku sínu sundi með sóma og gleðin skein af hverri brá, þó flestar væru þær votar. Þá var það sérlega ánægjulegt að Eiríkur Stefán Einarsson frá Urriðavatni var á meðal sundmanna í dag en það er í raun í kjölfar hans sem við syndum, því hann hefur synt Urriðavatnið sl. 3 sumur og þetta því hans fjórða Urriðavatnssund í röð.

 

 

Fyrstur karla í Landvættasundinu, 2.5 km var Ásgeir Elíasson á tímanu: 42´26"39

 

Fyrst kvenna í Landvættasundinu, 2.5 km var Halldóra G. Matthíasdóttir Proppé á tímanum 51´25"07

 Sundgarpar Urriavatnssund

Ný Heimasíða

logo  logoNú er komin í loftið ný og betrumbætt heimasíða HEF. Þar má nú finna eyðublöð fyrir heimaæðatengingar sem hægt er að fylla út og senda beint af vefnum, álestrareyðublöð sem og tilkynningu um notendaskipti. Einnig er hægt að leita sér upplýsinga um efnasamsetningu á bæði heitu og köldu vatni.

Lesa meira.....

Stofnlögn á Lagarfljótsbrú

Lagarfljtsbru GustiBogaNú er komið af stað verk á uppsetningu á undirstöðum fyrir nýja hitavatnslögn sem kemur til með að sitja utan á Lagarfljótsbrú að Norðaustanverðu.

Reiknað er með að framkvæmdum verði lokið um miðjan októbermánuð.

Verktaki að verkinu er Þ.S. Verktakar.

Þessar dagana er unnið að því að setja upp undirstöður á brúarstólpana af flotpramma og gúmmíbát. Ljóst að menn deyja ekki ráðalausir.

Vallaveita

4mynd_xFrá því á haustdögum hefur verið unnið við undirbúning á að leggja heitavatnslögn inn Velli, að sumarhúsabyggð í Einarsstaða- og Úlfsstaðaskógi.
Send hafa verið út bréf til væntanlegrar notenda um áhuga þeirra að tengjast hitaveitunni. Í lok janúar ætti að liggja fyrir áhugi á þátttöku og hvort af þessari framkvæmd verði árið 2011.
Stofnlögnin verður um 10,8 km., dreifikerfið 13,6 km., áætlaður kostnaður er 230 millj.kr.

Heilræði

Æskilegur bakrásarhiti að vetrarlagi er ekki hærri en 30-35°C.

Ef hitakerfi er jafnvægisstillt veitir það þægindi og vellíðan.

Nauðsynlegt er að íbúar geti stjórnað innihita eftir óskum um kjörhita.

Breyta þarf stillingum vatnshitastýrðra ofnloka eftir því sem útihiti breytist.

Grunnurinn að því að hitakerfi uppfylli þau tvö megin hlutverk sín, að skapa þægilegan innihita og halda kostnaði í lagmarki er að það sé jafnvægisstillt.

Það er eðlilegt að ofnar séu kaldir ef mikill ókeypis varmi er í herberginu.

Það er eðlilegt að lofta út í 10-15 mín. eftir böð, eldamennsku og á morgnana.

Gluggatjöld hindra loftstreymi frá ofnum og geta "gabbað" lofthitastýrðan ofnloka til að loka fyrir hitun áður en herbergishiti er nægur.

Ef hitakerfi er ekki jafnvægisstillt veldur það auknum sveiflum á herbergishita og ónákvæmni í hitastýringu.

Óstillt hitakerfi veldur hækkun á hitakostnaði.

Æskilegur bakrásarhiti að sumarlagi er ekki hærri en 22-25°C.

Ef handvirkir ofnlokar eru á hitakerfinu borgar sig að endurnýja þá og setja nýja lofthitastýrða ofnloka.

Stórir sólbekkir, þétt upp að ofni, draga úr því að varmi dreifist um herbergi og geta valdið því að lofthitastýrður ofnloki loki fyrir innrennsli til ofns.

Á vatnshitastýrðum ofnlokum þarf að lækka stillingu handvirkt, ekki stjórna hita með svalahurð.

Lofthitastýrðir ofnlokar draga sjálfkrafa úr rennsli til ofna ef herbergishiti hækkar vegna ókeypis varma.

Hávaði í ofnlokum stafar af óstilltu hitakerfi.

Útloftun er nauðsynleg, síloftun er sóun.  Hagkvæmast er að lofta vel út í skamman tíma.  Hálfopnir gluggar allan sólarhringinn stuðla að óþarfa loftskiptum sem verður að mæta með aukinni hitun. Það er gott að hafa örlitla rifu á svefnhergisglugga, en þá þarf að tryggja að ofn hitni ekki að

...

Látið fagmann um að stilla ofnakerfið.

Forðast skal að loka af hitanema með húsgögnum eða gluggatjöldum.

Stjórnun herbergishita með svalahurð og gluggum er sóun.  Ofnlokar eiga að viðhalda jöfnum og þægilegum hita í herberginu.