Um HEF
Um HEF
Hitaveita Egilsstaða og Fella er sjálfstætt fyrirtæki í fullri eigu Fljótsdalshéraðs. Fyrirtækið er stofnað 22. mars 1979. Hitaveitan rekur jafnframt vatnsveitu og fráveitu kerfi Fljótsdalshéraðs. Virkjunarsvæði HEF er við Urriðavatn í Fellum og við Köldukvísl á Eyvindarárdal. Tæplega 3000 íbúar eru á veitusvæði HEF sem nær yfir þéttbýliskjarnana Egilsstaði og Fellabæ, inn velli að Úlfsstöðum og út að Uppsölum í Eiðaþingá.
Fyrstu skrefin
Fyrstu rannsóknir um nýtingu heits vatns við Urriðavatn 1963 og var fyrsta borholan virkjuð árið 1979 og var sú hola sú fjórða sem boruð var. Þeir fyrstu til að sýna leit eftir heitu vatni við Urriðavatn áhuga voru Gísli Helgason í Skógargerði og Jónas Pétursson alþingismaður og seinna meir tóku saman höndum við leitina sveitastjórn Fellahrepps og Egilsstaðabær. Í heild hafa verið boraðar tíu holur og í dag starfrækir veitan þrjár þeirra, númer 8 Gullholan, 9 og 10 Demanturinn. Saman skila þessar þrjár borholur 182 sekúndulítrum í fullum afköstum. Þó er aðeins keyrt á holum 8 og 10 að jafnaði og hola 9 til vara.
Vatnsveita
Árið 2005 tók svo HEF yfir rekstur á vatnsveitum Fljótsdalshéraðs þ.e.a.s. við Egilsstaði og Fellabæ, Brúarás, Hallormsstað og Eiða. Var þá vatnsból Egilsstaða og Fellabæjar staðsett í túni Egilsstaðabænda við Egilsstaðaflugvöll. Árið 2009 tekur HEF síðan í notkun nýtt vatnsból við Köldukvísl á Eyvindarárdal. Eru þar boraðar 3 holur með heildarafkastageta upp á 65 sekúndulítra.
Fráveita
HEF tók síðan við rekstri fráveitukerfis sveitarfélagsins í janúar 2011.
Markmið
Hitaveita Egilsstaða og Fella hefur þau markmið að framleiða orkugjafa og dreifa afurðum fyrirtækisins og styðja við hverja þá starfsemi sem nýtt getur þekkingu og búnað fyrirtækisins. Fyrirtækið starfar á grundvelli laga og reglugerðar sem gilda um starfsemi og rekstur veitna. Jafnframt er það tilgangur og markmið að eiga og reka félög í skyldum rekstri.