HEF veitur sjá um og reka vatns- og fráveitukerfi í þéttbýlinu á Borgarfirði eystri. Með tilkomu Múlaþings árið 2020 var ákveðið að HEF veitur tækju við veitumálum sem áður voru á forræði Borgarfjarðarhrepps. Kerfin ná til þéttbýlisins í Bakkagerði auk þess sem tæmingar á rotþróm í þéttbýli og dreifbýli eru á forræði HEF veitna.
Hægt er að hafa samband, við okkur, hér á heimasíðunni fyrir mál sem tengjast veitunum okkar.
Vatnsveita Borgarfjarðar
Vatnsveitan fær vatn sitt úr tveimur brunnasvæðum, annars vegar úr tveimur lindarbrunnum undir Kúahjalla og hinsvegar úr þremur lindarbrunnum fyrir ofan Engi. Vatnsveitan sér þéttbýlinu fyrir vatni, auk nærliggjandi sveitabæja sem eru Geitland, Engi, Bakki, Merki og Ós.
Sækja um nýja tengingu við vatnsveitu eða fráveitu á Borgarfirði
Á nýjum lóðum í þéttbýlum Múlaþings eiga HEF veitur tengistúta þeirra veitna sem í boði eru á hverjum stað við lóðarmörk. Til að tengjast veitunum þurfa lóðarhafar að sækja um tengingu á eftirfarandi formi. Starfsmenn HEF mæta á staðinn og tengja þegar tengigjöld hafa verið greidd.
Ertu að fara í framkvæmdir?
Áður en hafist er handa þarf að kynna sér hvort lagnir séu á framkvæmdasvæðinu til að koma í veg fyrir óþarfa tjón og óþægindi
Fyrirspurn vegna reikninga.
Ef þú þarft að fá útskýringu eða gera athugasemd við reikninga frá okkur er best að senda okkur línu á hef@hef.is eða hafa samband í gegnum síma 4 700 780
Tilkynning um bilun