Ráð við þjónusturof

Við rafmagnsleysi, bilanna eða viðhalds á veitukerfi getur orðið tímabundið þjónusturof á afhendingu vatns.
Komi til þjónusturofs er gott að hafa vissa hluti í huga til að koma í veg fyrir tjón þegar hleypt er aftur á kerfið.

Þjónusturof á hitaveitu

Loft getur komist inná kerfið þegar vatni er hleypt á að nýju.  Huga þarf að sérhæfðum búnaði ss. gólfhitakerfum, hitalögnum í plönum og dælum.  Kerfi eiga þó að vara útbúin þannig að hætta sé í lágmarki.  T.d. lokuð hringrásarkerfi.

Ef loft kemst á hitakerfið gæti þurft að lofttæma ofna og annan búnað.

Nauðsynlegt er að huga að öryggisloka sem gæti opnast þegar vatni er hleypt á ef stjórnlokar á grind eru stirðir

Ef um viðgerð eða endurnýjun á stofnlögnum  og/eða heimlögnum er að ræða, er alltaf möguleiki á að óhreinindi fari af stað í lögnunum þegar hleypt er á aftur.  Þá er nauðsynlegt að skola vel úr kerfinu með því að láta vatn renna í góða stund.  Best er að skrúfa frá krana eins nálægt inntaki og mögulegt er.

Sé húsráðandi í einhverjum vafa um hvernig bregðast eigi við skal tafarlaust leita ráða hjá fagaðila.

 Þjónusturof á vatnsveitu

Á meðan á þjónusturofi stendur skal alltaf umgangast neysluvatnskrana s.s. í eldhúsi og á baðherbergi með varúð þar sem ekkert kalt vatn er á kerfinu til blöndunar við heitt vatn úr heitavatnskerfinu.

Ef um viðgerð eða endurnýjun á stofnlögnum og/eða heimlögnum er um að ræða, er alltaf möguleiki á að óhreinindi fari af stað í lögnunum þegar hleypt er á aftur. Þá er nauðsynlegt að skola vel úr kerfinu með því að láta vatn renna í góða stund. Best er að skrúfa frá krana eins nálagt inntaki og mögulegt er.

Ef kalt vatn er notað til kælingar t.d. á frysti- eða kælibúnaði skal gera ráðstafanir til að forðast tjón á búnaði

Sé húsráðandi í einhverjum vafa um hvernig bregðast eigi við skal tafarlaust leita ráða hjá fagaðila.

 Þjónusturof á fráveitu

Við þjónusturof fráveitu getur þurft að óska eftir að fráveita sé ekki notuð tímabundið.  Ef um stærri bilun er að ræða er leitast við að tryggja fráveitu með bráðabirgða lausnum s.s. dælubílum eða bráðabirgðalögnum.

Hafa skal í huga að ekki er óalgengt að stíflur í fráveitukerfi séu innan lóðamarka og þar með eign húseiganda og á hans ábyrgð.  Þá getur þurft að leita til stíflulosunarfyrirtækis eða fagfólks í pípulögnum.

Sé húsráðandi í einhverjum vafa um hvernig bregðast eigi við skal tafarlaust leita ráða hjá fagaðila eða veitunni.

Þjónusturof á Gagnaveitu

Verði þjónusturof á gagnaveitu skal notandi hafa samband við fjarskiptafélagið sem hann kaupir internetþjónustu af.

Fjarskiptafélög sem verða fyrir þjónusturofi geta haft samband við skrifstofu HEF veitna í síma 4 700 780.  í neyðartilfellum utan skrifstofutíma skal hringja í neyðarsíma 4 700 781.