Álestur af vatnsrennslismælum

Heitt vatn selt samkvæmt rennslismæli.

Þar sem rennslismælir er á mælagrind er heitt vatn selt samkvæmt áætlun sem gerð er samkvæmt reglulegum álestri á rennslismælinum.
Til að sannreyna áætlunina er mikilvægt að taka stöðuna á mælinum að lágmarki á 12 mánaða fresti eða ef mælastaður skiptir um eigendur.

Nánari upplýsingar um sölu á vatni má finna í Reglugerð fyrir HEF veitur ehf

Álestur skráður.

Greiðandi vatns skal skila inn álestri í gegnum „mínar síður“ á heimasíðu HEF veitna.  Í þeim tilfellum sem ekki er aðgangur að mínum síðum skal nýta aðrar samskiptaleiðir til að senda inn gögn (Sjá neðar).

------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Notkun og álestrar

Eftir að búið er að skrá sig inn með rafrænum skilríkum er farið í notkun og álestrar
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Skrá álestur

Valið er Skoða/Skrá við rétt heimilisfang eða mælanúmer.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------

útfylling álesturs

Staðan er skráð inn (Uppgjörsálestur).  Við mælum líka með að taka mynd af stöðunni og senda með.  Að lokum er staðan send inn með að velja skrá álestur.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ef ekki er mögulegt að skrá stöðuna í gegnum mínar síður er hægt að senda okkur upplýsingar með því að senda tölvupóst á hef@hef.is , hringja í 4 700 780 eða kíkja til okkar í Fellabrún 1 í Fellabæ.  Í þeim tilfellum er mikilvægt að komi fram staða og mælanúmer ásamt heimilisfangi og tengiliðaupplýsingum. Við mælum líka alltaf með að taka mynd af mælinum og senda með.

Dæmi um mæla. Álestri skal skila í heilum rúmmetrum.

Dæmi um rennslismæli:

     

Dæmi um eldri gerð rennslismæla

Rennslismælir - eldri gerð