HEF veitur sjá um og reka hitaveitu,- vatnsveitu,- og fráveitukerfi á nokkrum stöðum á Fljótsdalshéraði.
Hitaveita frá vinnslusvæðinu á Urriðavatni þjónustar Fellabæ, Egilsstaði, Eiða, hluta Eiðaþinghár og hluta Valla þ.m.t orlofsbyggðir á svæðinu.
Vatnsveiturnar eru fimm talsins. Vatnsveita frá Köldukvísl þjónustar mestan fjölda, eða þéttbýlin á Egilsstöðum og Fellabæ auk þess að ná inn Velli og hluta Eiðaþinghár. Aðrar vatnsveitur eru á Eiðum, í Hallormsstað, á Brúarási og í Sænautaseli.
HEF veitur sjá um fráveitu í helstu þéttbýlum Fljótsdalshéraðs auk þess að hafa umsjón með tæmingu rotþróa í sveitarfélaginu.
Gagnaveita hefur verið starfandi hjá HEF veitum frá árinu 2019. Gagnaveitan nær til dreifbýlis gamla Fljótsdalshéraðs. Nánari upplýsingar um gagnaveituna er að finna hér. Þeir sem hafa áhuga á að tengjast gagnaveitu HEF veitna sækja um tenginu hjá sínum netþjónustuaðila.
Hægt er að hafa samband, við okkur, hér á heimasíðunni fyrir mál sem tengjast veitunum okkar.
Sækja um að tengjast veitukerfum HEF veitna á Fljótsdalshéraði
Á nýjum lóðum í þéttbýlum Múlaþings eiga HEF veitur tengistúta þeirra veitna sem í boði eru á hverjum stað við lóðarmörk. Til að tengjast veitunum þurfa lóðarhafar að sækja um tengingu á eftirfarandi formi. Starfsmenn HEF mæta á staðinn og tengja þegar tengigjöld hafa verið greidd.
Ertu að fara í framkvæmdir?
Áður en hafist er handa þarf að kynna sér hvort lagnir séu á framkvæmdasvæðinu til að koma í veg fyrir óþarfa tjón og óþægindi
Fyrirspurn vegna reikninga.
Ef þú þarft að fá útskýringu eða gera athugasemd við reikninga frá okkur er best að senda okkur línu á hef@hef.is eða hafa samband í gegnum síma 4 700 780
Tilkynning um bilun