Djúpivogur

HEF veitur sjá um og reka vatnsveitu,- og fráveitukerfi á Djúpavogi. Með tilkomu Múlaþings árið 2020 var ákveðið að HEF veitur tæki við veitumálum sem áður voru á forræði Djúpavogshrepps. Kerfin ná til þéttbýlisins á Djúpavogi auk þess sem tæmingar á rotþróm í þéttbýli og dreifbýli eru á forræði HEF veitna.
Nú stendur yfir borun eftir heitu vatni á Djúpavogi á vegum félagsins. Hér fyrir neðan má fylgjast með framvindu verkefnisins.
Hægt er að hafa samband, við okkur, hér á heimasíðunni fyrir mál sem tengjast veitunum okkar

Jarðhitaleit við Djúpavog

HEF veitur stóðu fyrir borun tilraunavinnsluholu á jarðhitasvæðinu í landi Búlandsness veturinn 2024 en þar hefur þegar fundist jarðhiti.  Borun gekk ekki sem skildi og leit heldur áfram. Hægt er að skoða framgangi mála í þessari lotu hér á síðunni  - Borun við Djúpavog

Eftir vonbrigði var ákveðið að fá ÍSOR til að mynd holur á svæðinu og gera þrídíddarlíkan úr nýjum og fyrirliggjandi upplýsingum. Það var gert og út frá því voru staðsettar tvær rannsóknarholur sem Borbræður eru að hefjast við að bora nú í byrjun febrúar 2025.

Fyrir áhugasama er svo hægt að lesa ágrip úr sögu jarðhitaleitar við Djúpavog

Vatnsveita Djúpavogs

Vatnsveitan sækir vatn sitt í Búlandsá ofan úr Búlandsdal. Þar voru áður brunnar í skriðufótum norðan árinnar en þeir lögðust af þegar skriða féll á svæðinu árið 2010. Nú er vatnið sótt í lítið lón stíflu sem er í ánni. Vatnsveitan þjónustar Djúpavog auk sveitabæja nærri lagnaleiðinni.

Vatnsgæði hafa lengi verið léleg í gamla vatnsbólinu upp á Búlandsdal en vorið 2024 voru boraðar tvær sverar holur í eyrar Búlandsár með því markmiði að taka í notkun nýtt vatnsból fyrir Djúpavog. Það er vatnsból að svipaðri gerð og eru í notkun víða á Austulandi, m.a. fyrir Egilsstaði og í Fjarðabyggð. Þaðan var grafin lögn upp að gömlu lögninni sem kemur frá Búlandsdal og tengd inná þá lögn. Stefnt var á að taka nýtt vatnsból í notkun fyrir áramót 2024-2025 en það gekk ekki eftir. Vinna heldur áfram og mun nýtt vatnsból koma til með að tryggja betri vatnsgæði á staðnum.

Sækja um nýja tengingu við vatnsveitu eða fráveitu á Djúpavogi

Á nýjum lóðum í þéttbýlum Múlaþings eiga HEF veitur tengistúta þeirra veitna sem í boði eru á hverjum stað við lóðarmörk. Til að tengjast veitunum þurfa lóðarhafar að sækja um tengingu á eftirfarandi formi. Starfsmenn HEF mæta á staðinn og tengja þegar tengigjöld hafa verið greidd.

Umsókn um heimlögn

Ertu að fara í framkvæmdir?

Áður en hafist er handa þarf að kynna sér hvort lagnir séu á framkvæmdasvæðinu til að koma í veg fyrir óþarfa tjón og óþægindi

Skoða upplýsingar varðandi framkvæmdir og nýbyggingar

Fyrirspurn vegna reikninga.

Ef þú þarft að fá útskýringu eða gera athugasemd við reikninga frá okkur er best að senda okkur línu á hef@hef.is eða hafa samband í gegnum síma 4 700 780

Tilkynning um bilun

Láta vita af bilun