Nauðsynlegt er að lesa af hitaveitumælum að lágmarki einu sinni á ári til að hægt sé að uppfæra áætlun um notkun. Eins þarf að lesa af þegar tilkynnt er um flutning.
Aflestur fer fram á Mínum síðum hér á hef.is
Eftir að búið er að skrá sig inn með rafrænum skilríkum er farið í notkun og álestrar, Valið rétt heimilisfang eða mælir og staðan skráð (Uppgjörsálestur). Við mælum líka með að taka mynd af stöðunni og senda með. Að lokum er staðan send inn með að velja skrá álestur. Nánari leiðbeiningar má finna hér
Ef eitthvað er óljóst er alltaf hægt að senda okkur póst á hef@hef.is eða hringja í 4700780 á opnunartíma HEF veitna.