HEF veitur sjá um og reka vatnsveitu,- og fráveitukerfi í þéttbýlinu í Seyðisfirði. Vatnsveita í Stafdal er einnig á forræði HEF veitna. Með tilkomu Múlaþings árið 2020 var ákveðið að HEF veitur taki við veitumálum sem áður voru á forræði Seyðisfjarðarkaupsstaðar. Kerfin ná til þéttbýlisins í Seyðisfirði og í Stafdal auk þess sem tæmingar á rotþróm í þéttbýli og dreifbýli eru á forræði HEF veitna.
Hægt er að hafa samband, við okkur, hér á heimasíðunni fyrir mál sem tengjast veitunum okkar
Vatnsveita Seyðisfjarðar
Vatnsveitan sækir vatn sitt í lón Fjarðarselsvirkjunar í Fjarðará. Áður var vatnið tekið beint úr lóninu en árið 2006 var tekið í notkun nýtt vatnstökufyrirkomulag þegar safnlögnum var komið fyrir undir sandsíu fyrir aftan grjótgarð í lóninu. Þaðan rennur vatnið í brunna á bakkanum og svo niður í hreinsistöð með fleiri sandsíum og gegnumlýsingu. Vatnsveitan þjónustar Seyðisfjarðarkaupstað ásamt nærliggjandi húsum.
Sækja um nýja tengingu við vatnsveitu eða fráveitu á Seyðisfirði
Á nýjum lóðum í þéttbýlum Múlaþings eiga HEF veitur tengistúta þeirra veitna sem í boði eru á hverjum stað við lóðarmörk. Til að tengjast veitunum þurfa lóðarhafar að sækja um tengingu á eftirfarandi formi. Starfsmenn HEF mæta á staðinn og tengja þegar tengigjöld hafa verið greidd.
Ertu að fara í framkvæmdir?
Áður en hafist er handa þarf að kynna sér hvort lagnir séu á framkvæmdasvæðinu til að koma í veg fyrir óþarfa tjón og óþægindi
Fyrirspurn vegna reikninga.
Ef þú þarft að fá útskýringu eða gera athugasemd við reikninga frá okkur er best að senda okkur línu á hef@hef.is eða hafa samband í gegnum síma 4 700 780
Tilkynning um bilun