Borbræður, borfyrirtæki Davíðs Skúlasonar og Guðlaugs Helgasonar, komu bornum Bláma fyrir á borplani á jarðhitasvæðinu við Djúpavog fyrir helgi og undirbúa borun á tveimur rannsóknarholum á svæðinu. Stefnt er á að þær verði um 200 m og 400 m djúpar.
Markðiðið er að renna stoðum undir þrívíddarlíkan sem Ísor gerði fyrir okkur af svæðinu og nota holurnar til að uppfæra líkanið. Það teiknaði upp örlítið breytta legu frá því sem reiknað var með og í þetta sinn er borað fyrir norðan veg.
Ísor verður fengið til að mynda holurnar að borun lokinni og líkanið uppfært. Í kjölfarið er markmiðið að staðsetja vinnsluholu með þessum uppfærðu upplýsingum.
Við þökkum Borbræðrum og SG vélum fyrir þátttöku í þessu verkefni.
Fréttin verður uppfærð þegar dregur til tíðinda.