20.11.2024
Vegna viðgerða á vatnslögn á Múlavegi þarf mögulega að loka fyrir vatn í hluta Seyðisfjarðar. Lokunin hefur áhrif á Múlaveg, Bröttuhlíð og Botnahlíð. Beðist er velvirðingar á óþægindum
20.11.2024
Við sýnatöku á neysluvatni á Hallormsstað í vikunni mældist vatnið mengað af kólígerlum. Nauðsynlegt er að sjóða vatn til neyslu.
14.11.2024
Í gær varð vart við grugg í neysluvatni á Seyðisfirði. Orsök þess er að í gær voru gerðar prófanir á brunahönum á Seyðisfirði á nokkrum stöðum. Meðal þeirra voru nýjir brunahanar sem aldrei höfðu verið prufaðir og lagnir við þá eftir uppsetningu ekki skolaðar fyrr en nú.
07.11.2024
Vegna tengingu við heimlögn þarf að loka fyrir heitt vatn í hluta Hömrum á Egilsstöðum. Ger er ráð fyrir að vatn verði komið á aftur um 16:30. Íbúum er bent á að kynna sér ráð vegna þjónusturofs hér neðst á síðunni
06.11.2024
Vegna vinnu við inntak þarf að loka fyrir kalt vatn í Álfatröð, Faxatröð, Mántröð og Stekkjatröð á Egilsstöðum milli kl 14 og 16 í dag
06.11.2024
Vegna vinnu við vatnslagnir í Borgarlandi má búast við vatnstruflunum eftir hádegi í dag 06.nóvember og eitthvað frameftir degi.
íbúar í Borgarlandi og Hlíð verða fyrir truflun á afhendingu
01.11.2024
Nú í vikunni voru tekin sýni af vatninu á Hallormsstað og ástandið hefur batnað mikið en enn gætir mengunar í dreifkerfi vatnsveitunnar. Því þarf enn að sjóða neysluvatn.
29.10.2024
Vegna tengivinnu verður heitavatnslaust í Unabyggð á Völlum frá kl. 10:30 - 14:30 í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda
21.10.2024
Um kl. 17 í dag varð slit á ljósleiðara við bæinn Ketilsstaði í Hjaltastaðaþinghá. Allir saðir þar fyrir utan að Unaósi eru sambandslausir
14.10.2024
Nú stendur yfir álestur af hitaveitumælum hjá HEF veitum. Notendur þurfa að senda okkur stöðuna, sínum mælum, í gegnum Mínar síður hér á hef.is