Fréttir

Tengivinnu á Seyðisfirði lokið

Tengivinnu við stofnlögn vatnsveitu lauk um kl. 5 í morgun, föstudag 21. júní.

Heitavatnslaust á Eiðum

Lokað verður fyrir heitt vatn á Eiðum frá kl 10:30 til kl 13:00 í dag, 5. júní 2024.

Hreinsun rotþróa í Múlaþingi

HEF veitur standa fyrir hreinsun rotþróa á nokkrum svæðum í Múlaþingi í sumar. Byrjað verður í Jökuldal í þriðju viku í júní. Þá Möðrudal, Jökulsárhlíð og Fell, en framvinda er háð veðri og ástandi vega. Regluleg hreinsun fer fram þriðja hvert ár og er þjónustan innifalin í rotþróagjöldum sem byggja á fráveitusamþykkt Múlaþings.

Óhætt að drekka vatn við Strandarveg á Seyðisfirði

Uppfært: Lokaniðurstöður staðfesta frumniðurstöður. Ekki er þörf á að sjóða neysluvatn lengur við Strandarveg. Frumiðurstöður úr sýnatöku frá því á miðvikudag sýna að ekki gætir lengur kólígerlamengunar í vatni við Strandarveg. Því er óhætt fyrir öll að drekka vatnið og ekki þörf á því að sjóða neysluvatn. Endanlegar niðurstöður berast eftir helgi.

Mengun fer minnkandi við Strandarveg, viðkvæmir hvattir til að sjóða áfram neysluvatn

Sýni sem tekin voru á fimmtudaginn 2. maí sl. við Strandaveg á Seyðisfirði sýna að örverumengun í neysluvatninu fer minnkandi. Fjöldi kólígerla í sýnunum var innan við 20 í 100 ml og því er ekki talið nauðsynlegt að sjóða vatnið fyrir neyslu. Engir e.coli gerlar greindust í sýnunum. Viðkvæmir neytendur, eru hins vegar hvattir til að sjóða neysluvatn í varúðarskyni. Til viðkvæmra notenda teljast, börn undir 5 ára aldri, fólk með viðkvæmt ónæmiskerfi, eldra fólk, barnshafandi konur og fólk með fæðuofnæmi eða fæðuóþol.

Vinna við ljósleiðara í Skriðdal.

Vegna vinnu við tengingu á nýjum ljósleiðara við Gilsá verða truflanir á netsambandi í Skriðdal miðvikudaginn 8. maí. Gert er ráð fyrir að vinnan taki allan daginn en hver notandi getur búist við u.þ.b. 30 mínútna rofi á netsambandi.

Enn mengun við Strandarveg á Seyðisfirði

Enn mælist mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði eftir sýnatöku sl. föstudag. Notendur í húsum við Strandarveg þurfa því enn að sjóða vatnið. Pípari hefur farið yfir hitakúta á svæðinu en notendum er bent á að hafa samband við HEF veitur ef þeir telja sig þurfa frekari ráðleggingar.

Uppfært kl 12.15 - Mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði

Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hefur staðfest mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði. Íbúar og starfsfólk fyrirtækja er beðið um að sjóða neysluvatn.

Staðbundin mengun í neysluvatnskerfi Seyðisfjarðar

Mengun barst inn í neysluvatnskerfið á Seyðisfirði. Talið er að mengunin sé bundin við Strandarveg.   Að tilmælum Heilbrigðiseftirlitsins skulu íbúar og eigendur atvinnuhúsnæðis á Strandarvegi sjóða allt neysluvatn þar til staðfest hefur verið að mengun sé ekki lengur í vatninu.

Neysluvatnsöflun í eyrar Búlandsár

Borun tveggja tilraunahola til neysluvatnsöflunar í eyrar Búlandsár lauk í síðustu viku og er ekki annað að sjá en að útkoman sé góð.