15.01.2025
Vegna tengivinnu þarf að loka fyrir heitt vatn í frístundabyggðinni í Úlfs-, Eyjólfs- og Einarsstaðaskógi milli kl 14 og 17 í dag
04.01.2025
Vatn er farið að renna aftur frá Búlandsdal en tíma tekur að fylla á byrgðir og ná upp þrýstingi á kerfið. Íbúar eru beðnir um að fara sparlega með vatnið.
25.12.2024
Ekki tókst að staðsetja lekann í dag. Enn er því lokað fyrir kalt vatn í sumarhúsin á Eiðum og í kirkjumiðstöðinni. Frekari leit verður ekki gerð fyrr en eftir jól. Minnum á neyðarnúmerið 4 700 781 fyrir frekari upplýsingar
23.12.2024
HEF veitur óskar viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum farsældar og hlýju á nýju ári
23.12.2024
Skrifstofa HEF veitna verður lokið frá kl. 15:00 23. des. Opnum haftur kl 9.00 fimmtudaginn 2. janúar 2025
Hafið það sem allra best um hátíðarnar.
11.12.2024
Vegna tengivinnu verður lokað fyrir hitaveitu á milli kl. 15 og 17 í dag 11.desember
05.12.2024
Ekki er lengur nauðsynlegt að sjóða drykkjarvatn í Hallormsstað. Niðurstaða úr sýnum sem tekin voru í byrjun vikunnar komu vel út og hefur HAUST aflétt tilmælum um að sjóða þurfi neysluvatn í Hallormsstað.
28.11.2024
Vegna rafmagnsleysis verður truflun á afhendingu á heitu vatni á Völlum og sumarhúsahverfinu í Úlfs,- Eyjólfs,- og Einarstaðaskógi. Áætlað er að rafmagn komist aftur á um kl. 15
27.11.2024
Vegna vinnu við hitaveitu þarf að loka fyrir heitt vatn í hluta Úlfstaðaskógar milli kl 15 og 18 í dag miðvikudag.
20.11.2024
Vegna viðgerða á vatnslögn á Múlavegi þarf mögulega að loka fyrir vatn í hluta Seyðisfjarðar. Lokunin hefur áhrif á Múlaveg, Bröttuhlíð og Botnahlíð. Beðist er velvirðingar á óþægindum