26.03.2025
Vegna tengivinnu er kaldavatnslaust í hluta Selás á Egilsstöðum.
25.03.2025
Áætlað er að hreinsa rotþrær í Skriðdal á næstu dögum. HEF veitur standa fyrir losun á 3ja ára fresti. Þessi losun gjaldfærist samkvæmt gjaldskrá HEF veitna. Komi til þess að hreinsa þurfi rotþrær utan reglulegar hreinsunar ber viðkomandi kostnað af henni.
19.03.2025
Borbræður luku nýverið við borun á tveimur rannsóknarholum á jarðhitasvæðinu við Djúpavog. Næsta skref er að fá ÍSOR til okkar að mæla holurnar og uppfæra þrívíddarlíkanið af svæðinu.
27.02.2025
Borun seinni holunnar gengur vel og stefnirhún með hraðbyr í 250 metra.
07.02.2025
Heitavatnslaust verður á Seyðisfirði þann 10. febrúar 2025 frá kl. 9:00 til kl. 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið.
05.02.2025
Gruggs varð vart í neysluvatni á Djúpavogi á laugardaginn í miklu leysinga og vatnsveðri.
Sýnataka gefur til kynna að óhætt sé að drekka vatnið.
03.02.2025
Frá og með 1. janúar síðastliðnum flyst fjarvarmaveitan á Seyðisfirði, sem RARIK hefur sinnt um áratuga skeið, yfir til HEF veitna. Með nýjum raforkusamningi hefur veitunni nú verið tryggð orka og mun olíubrennsla til kyndingar á henni nánast heyra sögunni til.
02.02.2025
Í leysingum undanfarna daga hefur orðið vart við grugg í drykkjarvatni á Djúpavogi. Gera má ráð fyrir áframhaldandi gruggi á meðan leysingar standa yfir en vatnsbólið verður skoðað um leið og aðstæður leyfa
15.01.2025
Vegna tengivinnu þarf að loka fyrir heitt vatn í frístundabyggðinni í Úlfs-, Eyjólfs- og Einarsstaðaskógi milli kl 14 og 17 í dag
04.01.2025
Vatn er farið að renna aftur frá Búlandsdal en tíma tekur að fylla á byrgðir og ná upp þrýstingi á kerfið. Íbúar eru beðnir um að fara sparlega með vatnið.