Fréttir

Uppfært. - Vatn er komiði á aftur - Kaldavatnslaust í Hluta Selás

Vegna tengivinnu er kaldavatnslaust í hluta Selás á Egilsstöðum.

Hreinsun rotþróa í Múlaþingi - Skriðdalur

Áætlað er að hreinsa rotþrær í Skriðdal á næstu dögum. HEF veitur standa fyrir losun á 3ja ára fresti. Þessi losun gjaldfærist samkvæmt gjaldskrá HEF veitna. Komi til þess að hreinsa þurfi rotþrær utan reglulegar hreinsunar ber viðkomandi kostnað af henni.

Rannsóknarborun á Djúpavogi lokið í bili

Borbræður luku nýverið við borun á tveimur rannsóknarholum á jarðhitasvæðinu við Djúpavog. Næsta skref er að fá ÍSOR til okkar að mæla holurnar og uppfæra þrívíddarlíkanið af svæðinu.

Uppfært: Borbræður halda áfram leit að heitu vatni við Djúpavog

Borun seinni holunnar gengur vel og stefnirhún með hraðbyr í 250 metra.

Heitavatnslaust á Seyðisfirði 10. febrúar

Heitavatnslaust verður á Seyðisfirði þann 10. febrúar 2025 frá kl. 9:00 til kl. 17:00 vegna vinnu við dreifikerfið.

Uppfært - Grugg í vatni á Djúpavogi - Sýni í lagi

Gruggs varð vart í neysluvatni á Djúpavogi á laugardaginn í miklu leysinga og vatnsveðri. Sýnataka gefur til kynna að óhætt sé að drekka vatnið.

HEF veitur taka við fjarvarmaveitunni á Seyðisfirði

Frá og með 1. janúar síðastliðnum flyst fjarvarmaveitan á Seyðisfirði, sem RARIK hefur sinnt um áratuga skeið, yfir til HEF veitna. Með nýjum raforkusamningi hefur veitunni nú verið tryggð orka og mun olíubrennsla til kyndingar á henni nánast heyra sögunni til.

Grugg í vatni á Djúpavogi

Í leysingum undanfarna daga hefur orðið vart við grugg í drykkjarvatni á Djúpavogi. Gera má ráð fyrir áframhaldandi gruggi á meðan leysingar standa yfir en vatnsbólið verður skoðað um leið og aðstæður leyfa

Heitavatnslaust í Úlfs-, Eyjólfs- og Einarsstaðaskógi

Vegna tengivinnu þarf að loka fyrir heitt vatn í frístundabyggðinni í Úlfs-, Eyjólfs- og Einarsstaðaskógi milli kl 14 og 17 í dag

Uppfært kl. 15:02 - Vatnslaust á Djúpavogi

Vatn er farið að renna aftur frá Búlandsdal en tíma tekur að fylla á byrgðir og ná upp þrýstingi á kerfið. Íbúar eru beðnir um að fara sparlega með vatnið.