Bygging hreinsistöðvar fráveitu á Egilsstöðum

útlitsmynd af verðandi hreinsistöð
útlitsmynd af verðandi hreinsistöð

Hreinsistöð fráveitu á Melshorni.  HEF veitur ehf. óska eftir tilboðum í verkið „Hreinsistöð fráveitu á Melshorni“.  Verkið felst í jarðvinnu og byggingu tveggja hæða steinsteyptrar byggingar, 160 fermetrar að grunnfleti.  Steyptar söfnunarþrær neðan jarðar eru hluti af verkinu.  Byggingunni skal lokað með léttbyggðum þakeiningum, gluggum og hurðum. Loftræstibúnaður, húslagnir, innanhússfrágangur og innréttingar eru hluti af verkinu.  Uppsetning og frágangur búnaðar í stöðina verður boðið út sérstaklega.  Bjóðendum er heimilt að gera frávikstilboð í verkið.  Verktími er maí – 15. desember 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg á https://mannvit.ajoursystem.net  Þriðjudaginn 15.04.25 kl. 14:00

Tilboðum skal skilað með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef.  Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar tilboði hefur verið skilað á útboðsvefinn. Niðurstaða útboðsins verður send öllum bjóðendum.

Tilboð verða opnuð 5. maí 2025 kl. 14 af umsjónarmanni útboðsins og fulltrúa verkkaupa.


Númer: E0002-BYGG01
Útboðsaðili: Hef veitur ehf.
Tegund: Framkvæmd
Útboðsgögn afhent: 15.04.2025 kl. 14:00
Skilafrestur 05.05.2025 kl. 14:00
Opnun tilboða: 05.05.2025 kl. 14:00