Eftir nýjustu niðurstöðum úr sýnatökum er enn að mælast mengun í vatnsveitu á Borgarfirði. Íbúar eru því beðnir um að sjóða neysluvatn áfram.
Í gær voru vatnsból og nágreni þeirra skoðuð. Frekari sýni voru tekin til að reyna að einangra upprunann og bíðum við niðurstaðna úr þeim.
Starfsmenn Múlaþings og HEF veitna vinna áfram að því í dag við að reyna að fyrirbyggja mengun.