Nú í vikunni voru tekin sýni af vatninu á Hallormsstað og ástandið hefur batnað mikið en enn gætir mengunar í dreifkerfi vatnsveitunnar. Því þarf enn að sjóða neysluvatn.
Starfsfólk HEF veitna hefur farið yfir stýringar, kerfi og vatnsveituna í heild sinni og hafa vatnsgæði batnað við það. HEF veitur munu fygljast náið með vatnsgæðum áfram. Ekki er þó hægt að ábyrgjast virkni gegnumlýsingartækisins svo vatnsgæði eru ekki trygg, en með eftirliti vonunst við til þess að geta haldið stöðunni góðri þar til nýtt lýsingartæki sem er í pöntun verður sett upp.
Samfara uppsetningu nýs lýsingartækis munum við fara í gagngerðar endurbætur á vatnstankinum og lögnum tengdar honum til að tryggja vatnsgæði til frambúðar.
Við þökkum íbúum fyrir þolinmæði og skilning á meðan þetta ástand gengur yfir.