Grugg í vatni á Djúpavogi - ekki hægt að ábyrgjast öryggi vatnsins

Mikið vatnsveður hefur verið og verður næstu daga.
Mikið vatnsveður hefur verið og verður næstu daga.

Gruggs varð vart í neysluvatni á Djúpavogi á laugardaginn í miklu leysinga og vatnsveðri. Krapaflóð féll í Búlandsá fyrir ofan vatnsbólið og olli miklu gruggi í ánni. Síðan þá hafa vatnsgæði batnað en enn er vart við grugg.

Þegar gruggs verður vart er ljóst að virkni gegnumlýsingartækisins getur skerst og neysluvatn kann að verða óöruggt til drykkjar. Því er ekki hægt að ábyrgjast öryggi neysluvatnsins og suða eina leiðin til að tryggja það. 

Hér má finna leiðbeiningar um suðu á neysluvatni

Búast má við að ótryggt ástand geri varað úr vikuna vegna endurtekins lægðagangs yfir landið. 

Haust stefnir á að taka sýni af vatninu í dag og mun fylgjast með vatninu næstu daga.

HEF veitur biðjast velvirðingar á ástandinu og bendir þeim sem hafa ekki fengið sms skilaboð frá okkur í dag að hægt er að skrá sig á tilkynningalista hér.