uppfært 29.8 15:35 - Ekki nauðsynlegt að sjóða drykkjarvatn

Hallormsstaðaskóli
Hallormsstaðaskóli

29.8  15:37  -  Eftir skoðun og prófanir í dag er það mat HEF veitna og HAUST að ekki sé lengur nauðsynlegt að sjóða drykkjarvatn í Hallormsstað.  Gæði vatnsins reyndist fullnægjandi og vatnslýsingabúnaður var í fullri virkni.  Ef notendur verða varir við grugg í vatni er mælt með að láta vatn renna til að hreinsa lagnir.  Ef enn verður vart við óhreinindi, eftir skolun, skal hafa sambandi við HEF veitur með tölvupóst á hef@hef.is eða í síma 4 700 780.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem notendur kunna að hafa orðið fyrir.

---------------------------------------------------  

29.8  11:55  -  Gert er ráð fyrir að skola lagnir eftir hádegið og má þá búast við að vatnsþrýstingur minki tímabundið.
----------------------------------------------------

Vart hefur orðið við óhreynindi í vatnsbólinu á Hallormsstað. Starfsmenn HEF veitna eru að kanna aðstæður og ákveða næstu skref.

Gera má ráð fyrir að vatn sé örveirumengað og eru notendur því beðnir um sjóða drykkjarvatn þar til annað verður verður tilkynnt.

Hér má finna leiðbeiningar um suðu á neysluvatni