Stjórn veitunnar ákvað á fundi sínum 15. nóvember að breyta gjaldskrám félagsins. Sumir liðir gjaldskráa fylgja þróun byggingavísitölu, en aðrir eru ákvarðaðir af stjórn.
Meginrelga er að gjaldskrár HEF taka breytingum 1. janúar ár hvert.
Almennt hækkar gjaldskrá hitaveitu um 8% og vatnsgjald og fast gjald vatnsveitu um 3,5% aðrir gjaldskrárliðir eru tengdir breytingu byggingavísitölu.
Gjaldskrá gagnaveitu hækkar um 15%. Gjaldskrá gagnaveitu hefur ekki breyst frá stofnun veitunnar, í að verða tvö ár, sem skýrir þessa tiltölulega miklu hækkun.
Fráveitugjöld munu einnig hækka, þar sem þau eru beintengd fasteignamati, en í ljósi mikillar hækkunar fasteignamats um næstu áramót var afráðið að álagningarprósenta fráveitugjalds lækki úr 0,35 í 0,33% af fasteignamati. Áhrif þeirrar breytingar eru að fráveitugjöld munu hækka um 1.400 krónur á mánuði að jafnaði í úrtaki nokkuð dæmigerðra eigna í Múlaþingi. Breytingarnar eru mis miklar eftir kjörnum sveitarfélagsins þar sem fasteignamat breytist mis mikið. Önnur gjöld fráveitu fylgja breytingu byggingavísitölu.
Fyrir hönd stjórnar HEF veitna,
Aðalsteinn Þórhallsson