Hitaveita Egilsstaða og Fella verður HEF veitur.
Á aðalfundi félagsins, 19. mars sl. var staðfest tillaga stjórnar um nafnbreytingu. Félagið heitir nú HEF veitur ehf. Merki félagsins hefur verið aðlagað nýja nafninu, amk. til bráðabrigða.
Samþykktir félagsins voru uppfærðar til samræmis. Þá var afgreidd hlutafjáraukning Múlaþings í HEF veitum auk sjálfsagðra breytinga í kjölfar sameiningar sveitarfélaga í Múlaþing. HEF veitur hafa keypt vatns- og fráveitur fyrrum sveitarfélaga á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi. Spennandi tímar eru framundan í framkvæmd mikilvægra verkefna á starfssvæði félagsins, sem nú nær yfir Múlaþing allt.