HEF veitur taka við fjarvarmaveitunni á Seyðisfirði

Kyndistöðin á Seyðisfirði
Kyndistöðin á Seyðisfirði

Frá og með 1. janúar síðastliðnum flyst fjarvarmaveitan á Seyðisfirði, sem RARIK hefur sinnt um áratuga skeið, yfir til HEF veitna. Með nýjum raforkusamningi hefur veitunni nú verið tryggð orka og mun olíubrennsla til kyndingar á henni nánast heyra sögunni til.

Þetta þýðir að hér eftir færð þú alla þjónustu vegna fjarvarmaveitunnar frá HEF veitum í stað RARIK. Síðasti reikningur til þín frá RARIK mun berast þér á næstu dögum. Þessi reikningur er lokauppgjör þitt á móti RARIK fyrir notkun til 31.12.2024. Álestur mæla fór nýlega fram sem er forsenda uppgjörsins. Hafir þú athugasemdir við uppgjörið getur þú haft samband við RARIK í síma 528 9000 eða með tölvupósti á rarik@rarik.is.

Framvegis munu HEF veitur sinna allri þjónustu varðandi hitaveitu á Seyðisfirði. Þú verður þó áfram viðskiptavinur RARIK vegna raforkudreifingar á svæðinu.

HEF veitur munu gera sitt besta til að veita þér framúrskarandi þjónustu fjarvarmaveitunnar á Seyðisfirði.

Allir notendur fengu sent bréf til upplýsinga.  Einnig er hægt er að nálgast bréfið hér.