Hreinsun rotþróa í Fellum

Rotþróatæmingarbíll
Rotþróatæmingarbíll

Vinna við hreinsun rotþróa í Fellum er hafin og gera má ráð fyrir því að hún standi út næstu viku (12-16. ágúst). Regluleg hreinsun fer fram þriðja hvert ár og er þjónustan innifalin í rotþróargjöldum sem byggja á fráveitusamþykkt Múlaþings.

Mikilvægt er fyrir eigendur rotþróa að huga að eftirfarandi þáttum:

  • Ef aðgengi fyrir hreinsibíl er takmarkað, t.d. læst hlið, skal húseigangi gera ráðstafanir svo þjónustuaðili komist óhindrað að rotþróm.
  • Rotþrær þurfa að vera aðgengilegar hreinsibíl og vel sýnilegar.


Komi til þess að hreinsa þurfi rotþrær utan skipulagðar hreinsunar bera eigendur þeirra viðbótarkostnað samkvæmt 6 gr. gjaldskrár fráveitu HEF veitna.