HEF veitur standa fyrir hreinsun rotþróa á nokkrum svæðum í Múlaþingi í sumar. Byrjað verður í Jökuldal í þriðju viku í júní. Þá Möðrudal, Jökulsárhlíð og Fell, en framvinda er háð veðri og ástandi vega. Regluleg hreinsun fer fram þriðja hvert ár og er þjónustan innifalin í rotþróagjöldum sem byggja á fráveitusamþykkt Múlaþings.
Mikilvægt er fyrir eigendur rotþróa að huga að eftirfarandi þáttum:
Komi til þess að hreinsa þurfi rotþrær utan skipulagðrar hreinsunar bera eigendur þeirra viðbótarkostnað samkvæmt 6. gr. gjaldskrár fráveitu HEF veitna.
Nánari upplýsingar og dagsetningar munu birtast síðar á heimasíðu HEF.