HEF veitur óskuðu eftir þjónustu Íslenskra Orkurannsókna (ÍSOR) á vormánuðum með mælingar á borholum á jarðhitasvæðinu við Djúpavog. Mælingabíll ÍSOR kom til Djúpavogs og myndaði og mældi fjórar holur. Í kjölfarið var ákveðið að fá ÍSOR til að gera þrívíddarlíkan úr þessum nýfengnu mælingum ásamt öllum öðrum mælingum sem HEF bjó yfir úr holum í nágrenninu.
Nú hefur ÍSOR lokið við gerð þessa líkans og við komin með það í hendurnar. Líkanið teiknar upp þá mynd að jarðhitauppstreymið fylgi sprungufleti með NA-SV stefnu, en að jarðhitauppstreymið sé mun afmarkaðara en gert hafði verið ráð fyrir. Fyrri tilraunir til að skera sprunguflötinn og þar með komast í jarðhita hafi því ekki aðgengi að jarðhitanum þó sprungan sé skorin.
Hafa verður í huga að líkanið byggir bara á þeim upplýsingum sem við búum yfir og gerir tilraun til að brúa óvissubilið á sem eðlilegastan og líklegastan hátt. Óvissa fylgir svona líkönum því alltaf og sérstaklega með auknu dýpi þar sem upplýsingarnar fyrir höndum eru af skornum skammti.
HEF veitur leggjast nú yfir líkanið og ráðgera næstu skref.
HEF veitur þakka ÍSOR fyrir góð störf.