Á næstu dögum opnar HEF „Mínar síður“ fyrir notendur veitunnar. Þar verður hægt að sjá yfirlit reikninga, viðskiptastöðu og hreyfingayfirlit, ásamt því að notendur munu sjálfir geta skilað inn mælaálestri. Viðbót þessi er framfaraskref í þjónustu veitunnar. Heimsóknum starfsmanna HEF til notenda mun fækka með þessu nýja fyrirkomulagi.