Enn er að mælast mengun í vatnsveitu Borgarfjarðar og íbúar beðnir um að sjóða neysluvatn áfram.
Mengun hefur greinst í báðum vatnsbólum veitunnar. Ýmsar ráðstafanir hafa verið gerðar til að reyna að koma í veg fyrir mengun og munu aðgerðir halda áfram. Næsta sýnataka er áætluð á mánudag og verða niðurstöður úr þeim komnar um miðja næstu viku.