uppfært 30.8 - Mengun í neysluvatni á Borgarfiriði

Borgarfjörður Eystra
Borgarfjörður Eystra

Föstudagur 30.8 kl. 13:45

Enn mælist mengun í vatnsveitu á Borgarfirði eystra.  Áfram er mælst til þess notendur sjóði drykkjarvatn.  Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða, þvotta og matargerðar s.s. til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð.     Hér má finna leiðbeiningar um suðu á neysluvatni
Næstu sýni verða tekin eftir helgina.

---------------------------------------------------------------

Þriðjudagur 27. ágúst.

Starfsmenn HEF verða á ferðinni á Borgarfirði í dag til að skola úr lögnum.  Gert er svo ráð fyrir að heilbrygðiseftirlitið taki nýtt sýni á morgun og að niðurstöður úr því liggi fyrir öðru hvoru megin við helgina.

---------------------------------------------------------------

Við reglubundið eftirlit með neysluvatni kom í ljós að neysluvatnið á Borgarfirði eystra er örverumengað. Um er að ræða saurgerla og E. coli, sem gefur til kynna að vatnið er mengað af saur frá mönnum eða blóðheitum dýrum. Nauðsynlegt er að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða, þvotta og matargerðar s.s. til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð.

Hér má finna leiðbeiningar um suðu á neysluvatni