Áður en Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hélt á brott eftir borun tilraunavinnsluholu eftir heitu vatni fengum við borinn Trölla til að gera tilraun til að afla neysluvatns í eyrar Búlandsár.
Trölli boraði tvær borholur í eyrina innan við á og gekk það vel. Við tók dæluprófun og mælingar á holunum sem standa enn yfir, en ekki er að sjá annað en að holurnar komi vel út báðar tvær. Undirbúningur að því að virkja holurnar er þegar hafin og er vonin að hægt verði að skipta gamla vatnsbólinu uppi á Búlandsdal út fyrir vatn úr þessum borholum, jafnvel fyrir árslok.