Ráðgjafaþjónusta fyrir uppsetningu varmadælukerfa á köldum svæðum

Mynd tekin við Urriðavatn.
Mynd tekin við Urriðavatn.

HEF veitur bjóða íbúum á köldum svæðum í Múlaþingi ráðgjafaþjónustu varðandi uppsetningu varmadælukerfa. Heimsóknir verða skipulagðar á vormánuðum 2026 og haft verður samband við þá aðila sem hafa skráð sig á lista.

Þjónustan er íbúum að kostnaðarlausu.

Skráningarblað er hér en einnig er velkomið að hafa samband við HEF veitur í gegnum síma 4 700 780 eða með því að senda tölvupóst á hef@hef.is.