Rannsóknarborun á Djúpavogi lokið í bili

Borbræður og borinn Blámi í blíðskaparveðri.
Borbræður og borinn Blámi í blíðskaparveðri.

Borbræður luku nýverið við borun á tveimur rannsóknarholum á jarðhitasvæðinu við Djúpavog. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við okkur og borun gekk vel. Holurnar voru boraðar í þeim tilgangi að kanna tengingar milli fyrirliggjandi hola á svæðinu og renna stoðum undir þrívíddarlíkanið sem sem ÍSOR gerði fyrir okkur síðasta sumar. Holurnar urðu 204 og 330 metra djúpar en sýndu fram á að jarðhitaæðin sem leitað er að er líklega ekki ein, heldur er eitthvað flókið samspil á ferðinni. Einnig var reynt að dýpka holu 25 en án árangur sökum mikils vatnsmagns í holunni. Næstu skref verða að fá ÍSOR aftur til okkar að mæla holurnar, ásamt tveimur eldri holum, og fá líkanið uppfært og nota það til að ákveða hvar skal bora næstu holu.