Uppfært 27.12 kl. 14:00 - Truflanir á afhendingu vatns á Eiðum (sumarhús og kirkjumiðstöð)

kort af Eiðum
kort af Eiðum

Uppfært 27.12 kl. 14:00

Búið er að einangra leka við lögn á milli Stóra Haga og Kirkjumiðstöðvar.  Búið er að opna aftur fyrir vatn að bústöðum en enn er lokað að Kirkjumiðstöð.

-----------------------------------------------

Uppfært 25.12 kl. 19:00
Ekki tókst að staðsetja lekann í dag. Enn er því lokað fyrir kalt vatn í sumarhúsin á Eiðum og í kirkjumiðstöðinni. Frekari leit verður ekki gerð fyrr en eftir jól. Minnum á neyðarnúmerið 4 700 781 fyrir frekari upplýsingar

------------------------------------------------

Vegna bilunar eru truflanir á afhendingu á köldu vatni til Sumarhúsa og kirkjumiðstöðvar á Eiðum. Starfsmenn HEF veitna eru komnir á staðinn og leita nú bilunarinnar.

Beðist er velvirðingar á þessum truflunum.