Uppfært - 09.02.2024
Ekki þarf lengur að sjóða neysluvatn. Samkvæmt nýjustu sýnum frá Heilbrygðisteftirliti Austurlands (HAUST) Þá mælist engin gerlamengun lengur í neysluvatni á Seyðisfirði.
Uppfært - 8.2.2024
Beðið er eftir niðurstöðum úr mælingu. vænta má frumniðurstaðna á hádeginu á föstudag (á morgun)
Uppfært - 6.2.2024
Viðgerð lauk í gærkvöldi og beðið er eftir sýnatöku og niðurstöðum úr þeim. Það er ekki ljóst hvort vatnið er öruggt til neyslu fyrr en niðurstöður liggja fyrir, svo enn er mælst til þess að fólk sjóði vatn
01.02.2024
Upp kom bilun í gegnumlýsingu á neysluvatni á Seyðisfirði í vikunni. Sýnataka HAUST leiddi í ljós að saurkólí og e.coli-gerla mengun er í vatninu.
Nauðsynlegt er að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka, sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni (baðstaðir í 1. flokki skv. reglugerð nr. 460/2015 um baðvatn á baðstöðum í náttúrunni).
Unnið er að viðgerð og munum við senda út upplýsingar þegar þeim er lokið og niðurstöður úr sýnatöku liggja fyrir.
Upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti, Matvælastofnun og sóttvarnalækni – ágúst 2018
Þegar sjóða þarf neysluvatn
Þegar neysluvatnið er mengað af sjúkdómsvaldandi gerlum, veirum eða sníkjudýrum er nauðsynlegt að hreinsa allt vatn sem á að drekka eða nota við matargerð. Algengast er að sjóða neysluvatnið og drepa með því eða gera óvirka þá meinvalda, sem er að finna í vatninu. Ábending um að sjóða neysluvatn kemur oftast frá heilbrigðiseftirliti vegna gruns um eða að fenginni staðfestingu á að vatnið sé mengað.
Þegar gefin er út viðvörun og notendum bent á að sjóða neysluvatn er rétt að hafa eftirfarandi í huga.
Að sjóða neysluvatn
Vatnið þarf að bullsjóða. Hraðsuðuketill bullsýður vanalega vatnið þegar hann slekkur á sér og það er nægilegt. Ef notaður er örbylgjuofn verður að ganga úr skugga um að vatnið bullsjóði.
Soðið vatn
Allt vatn sem drukkið er þarf að vera soðið. Einnig er nauðsynlegt að sjóða vatn sem nota á;
Þessi listi er ekki tæmandi og verður hver og einn að meta það hvort hætta sé á ferðum sé vatnið notað ósoðið.
Ósoðið vatn
Nota má ósoðið vatn;