HEF veitur óska eftir tilboðum í verkið Langitangi - Fráveita.
Verkið felst í lagningu dælulagnar fyrir fráveitu úr Vogalandi austur fyrir Langatanga á Djúpavogi. Einnig uppsetning á dælubrunni, hreinsistöð og útrás í sjó.
Helstu magntölur eru:
Skurðgröftur, söndun og fylling | 1100 m |
Samsuða og lagning fráveitulagna | 840 m |
Samsuða og lagning útrásar í sjó | 165 m |
Vegslóði | 400 m |
Útboðsgögnin verða afhent rafrænt. Óskir um afhendingu útboðsgagna berist til Nigar Khaligova, nigar@hef.is, frá og með föstudeginum 22. mars. 2024.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu HEF veitna eigi síðar en fimmtudaginn 11. apríl fyrir kl. 13:00, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum.