Vösk sveit manna hefur lokið viðgerð á stofnlögn vatnsveitu í stíg milli Furuvalla og Sólvalla. Kalt vatn á að vera komið til allra notenda.
Gangstígur, þar sem bilunin varð verður með malarslitlagi þar til færi gefst á næsta ári til viðgerðar á malbiki.
HEF þakkar viðskiptavinum þolinmæðina og biðst afsökunar á óþægindunum sem viðgerðarvinnan kann að hafa valdið.