Borgarfjörður

HEF veitur sjá um og reka vatns,- og fráveitukerfi í þéttbýlinu á Borgarfirði eystri.

Djúpivogur

HEF veitur sjá um og reka vatns,- og fráveitukerfi á Djúpavogi.

Fljótsdalshérað

HEF veitur sjá um og reka Hitaveitu,- vatnsveitu,- og fráveitukerfi á nokkrum stöðum á Fljótsdalshéraði.

Seyðisfjörður

HEF veitur sjá um og reka vatnsveitu,- og fráveitukerfi í þéttbýlinu í Seyðisfirði. 

Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

21.06.2024

Tengivinnu á Seyðisfirði lokið

Tengivinnu við stofnlögn vatnsveitu lauk um kl. 5 í morgun, föstudag 21. júní.
05.06.2024

Heitavatnslaust á Eiðum

Lokað verður fyrir heitt vatn á Eiðum frá kl 10:30 til kl 13:00 í dag, 5. júní 2024.
04.06.2024

Hreinsun rotþróa í Múlaþingi

HEF veitur standa fyrir hreinsun rotþróa á nokkrum svæðum í Múlaþingi í sumar. Byrjað verður í Jökuldal í þriðju viku í júní. Þá Möðrudal, Jökulsárhlíð og Fell, en framvinda er háð veðri og ástandi vega. Regluleg hreinsun fer fram þriðja hvert ár og er þjónustan innifalin í rotþróagjöldum sem byggja á fráveitusamþykkt Múlaþings.
10.05.2024

Óhætt að drekka vatn við Strandarveg á Seyðisfirði

Uppfært: Lokaniðurstöður staðfesta frumniðurstöður. Ekki er þörf á að sjóða neysluvatn lengur við Strandarveg. Frumiðurstöður úr sýnatöku frá því á miðvikudag sýna að ekki gætir lengur kólígerlamengunar í vatni við Strandarveg. Því er óhætt fyrir öll að drekka vatnið og ekki þörf á því að sjóða neysluvatn. Endanlegar niðurstöður berast eftir helgi.

Nýtum heita vatnið vel

Góð ráð fyrir húseigendur

Hitastigið innanhúss ræður að sjálfsögðu miklu um orkunotkunina.  Ef hitakerfið er ekki í jafnvægi fer mikið af heitu vatni til spillis og nýting ofnakerfisins verður ekki eins góð og hún gæti verið.  Einnig er mikilvægt að huga að stillingum á snjóbræðslukerfum og heitum pottum

Lesa meira

Þjónusturof

Góð ráð til húseiganda

Komi til þjónusturofs vegna bilana eða viðhalds lagna er gott að hafa vissa hluti í huga til að koma í veg fyrir tjón þegar hleypt er aftur á kerfið

Lesa meira