Borgarfjörður

HEF veitur sjá um og reka vatns,- og fráveitukerfi í þéttbýlinu á Borgarfirði eystri.

Djúpivogur

HEF veitur sjá um og reka vatns,- og fráveitukerfi á Djúpavogi.

Fljótsdalshérað

HEF veitur sjá um og reka Hitaveitu,- vatnsveitu,- og fráveitukerfi á nokkrum stöðum á Fljótsdalshéraði.

Seyðisfjörður

HEF veitur sjá um og reka vatnsveitu,- og fráveitukerfi í þéttbýlinu í Seyðisfirði. 

Hvað er nýtt

Fréttir og tilkynningar

16.01.2026

TILBOÐA óskað í uppsetningu og tengingu búnaðar í hreinsistöð

HEF veitur óska eftir tilboðum í verkið „Hreinsistöð við Melshorn – Áfangi I – Uppsetning og tenging búnaðar“
16.01.2026

Lokað fyrir heitt vatn í hluta Seyðisfjarðar 19-20. janúar

Vegna lekaleitar í dreifikerfi fjarvarmaveitu Seyðisfjarðar verða truflanir á afhendingu á heitu vatni mánudaginn 19. janúar. Frá kl 9 og til hádegis má búast við truflunum í austurhluta bæjarins og eftir hádegi er lekaleit utan við Miðtún. Á þriðjudeginum 20. janúar verður farið í viðgerð við Austurveg 11 og má búast við truflunum þar í kring frá kl 9-5 þann dag.
14.01.2026

Leit að jarðhita heldur áfram við Djúpavog

HEF veitur halda leit að frekari jarðhitaauðlind áfram skammt frá Djúpavogi. Þó að svæðið sé krefjandi þá færumst við nær markmiðinu með hverri sókn.
08.01.2026

Ráðgjafaþjónusta fyrir uppsetningu varmadælukerfa á köldum svæðum

HEF veitur bjóða íbúum á köldum svæðum í Múlaþingi ráðgjafaþjónustu varðandi uppsetningu varmadælukerfa. Heimsóknir verða skipulagðar á vormánuðum 2026. Skráning fer fram hér eða með því að hafa samband við skrifstofu HEF veitna í síma 4 700 780.

SMS þjónusta

Fáðu SMS við þjónusturof hjá HEF veitum

Við sendum út SMS tilkynningar ef við erum að framkvæma eða þjónusturof verður af öðrum orsökum.

Vertu með símanúmerið þitt skráð við þau heimilisföng sem þú berð ábyrgð á.

Lesa meira

Nýtum heita vatnið vel

Góð ráð fyrir húseigendur

Hitastigið innanhúss ræður að sjálfsögðu miklu um orkunotkunina.  Ef hitakerfið er ekki í jafnvægi fer mikið af heitu vatni til spillis og nýting ofnakerfisins verður ekki eins góð og hún gæti verið.  Einnig er mikilvægt að huga að stillingum á snjóbræðslukerfum og heitum pottum

Lesa meira

Þjónusturof

Góð ráð til húseiganda

Komi til þjónusturofs vegna bilana eða viðhalds lagna er gott að hafa vissa hluti í huga til að koma í veg fyrir tjón þegar hleypt er aftur á kerfið

Lesa meira

Álestur

Álestur hitaveitumæla

Mikilvægt er að skila inn álestri af hitaveitumæli að lágmarki á 12 mánaða fresti

Viðskiptavinir geta skilað inn álestri í gegnum „mínar síður“ á heimasíðu HEF veitna.

Lesa meira