15.04.2025
Uppfært kl. 22.22: Viðgerð er við það að ljóka og ætti vatn að fara að flæða til notenda hvað af hverju.
Vegna rofs á lögn varð vatnslaust á Seyðisfyrði fyrir stundu. Búið er að staðsetja bilunina og unnið er að næstu skrefum.
15.04.2025
Hreinsistöð fráveitu á Melshorni. HEF veitur ehf. óska eftir tilboðum í verkið „Hreinsistöð fráveitu á Melshorni“. Verkið felst í jarðvinnu og byggingu tveggja hæða steinsteyptrar byggingar, 160 fermetrar að grunnfleti. Steyptar söfnunarþrær neðan jarðar eru hluti af verkinu. Byggingunni skal lokað með léttbyggðum þakeiningum, gluggum og hurðum. Loftræstibúnaður, húslagnir, innanhússfrágangur og innréttingar eru hluti af verkinu.
02.04.2025
HEF veitur óskar eftir að ráða starfsfólk á starfsstöðvar okkar á Seyðisfirði og í Fellabæ
Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2025. Umsókn fylgi starfsferilskrá og kynningarbréf með ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öll áhugasöm, óháð kyni, eru hvött til að sækja um. Nánari upplýsingar um störfin veitir framkvæmdastjóri, (ath@hef.is) – s. 8624180. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningum loknum.