29.10.2024
Vegna tengivinnu verður heitavatnslaust í Unabyggð á Völlum frá kl. 10:30 - 14:30 í dag. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda
24.10.2024
Við sýnatöku á neysluvatni á Hallormsstað í vikunni mældist vatnið mengað af kólígerlum. Nauðsynlegt er að sjóða vatn til neyslu.
21.10.2024
Um kl. 17 í dag varð slit á ljósleiðara við bæinn Ketilsstaði í Hjaltastaðaþinghá. Allir saðir þar fyrir utan að Unaósi eru sambandslausir
14.10.2024
Nú stendur yfir álestur af hitaveitumælum hjá HEF veitum. Notendur þurfa að senda okkur stöðuna, sínum mælum, í gegnum Mínar síður hér á hef.is
26.09.2024
Vegna bilunar er heitavatnslaust Báskógum, Dynskógum, Hléskógum og hluta Ársskóga.
12.09.2024
HEF veitur óskuðu eftir þjónustu Íslenskra Orkurannsókna (ÍSOR) á vormánuðum með mælingar á borholum á jarðhitasvæðinu við Djúpavog. Í kjölfarið var ákveðið að fá ÍSOR til að gera þrívíddarlíkan úr þessum nýfengnu mælingum ásamt öllum öðrum mælingum sem HEF bjó yfir úr holum í nágrenninu. Nú hefur ÍSOR lokið við gerð þessa líkans og við komin með það í hendurnar.
09.09.2024
Sýnatökur sem Heilbrigðiseftirlitið (HAUST) tók á Borgarfirði nú fyrir helgi komu vel út og því þarf ekki lengur að sjóða drykkjarvatn.
HEF veitur þakkar Borgfirðingum fyrir sýnda þolinmæði.
04.09.2024
Við reglubundið eftirlit með neysluvatni kom í ljós að neysluvatnið á Borgarfirði eystra er örverumengað. Um er að ræða saurgerla og E. coli, sem gefur til kynna að vatnið er mengað af saur frá mönnum eða blóðheitum dýrum. Nauðsynlegt er að sjóða vatn til neyslu. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða, þvotta og matargerðar s.s. til skolunar á matvælum, sem munu síðar vera elduð.
04.09.2024
Vegna vinnu við stofnlögn þarf að loka fyrir vatn í hluta Hafnargötu og Strandarvegi á morgun fimmtudag. Gert er ráð fyrir að vinnan verði framkvæmd frá kl. 10 og fram eftir degi.
02.09.2024
- Viðgerð er lokið - Vegna bilunar er vatnslaust í hluta þéttbýlisins á Seyðisfyrði (Sjá mynd) Starfsmenn HEF veitna eru að vinna að viðgerð. Fréttin verður uppfærð þegar viðgerð er lokið.