Fréttir

Heitavatnslaust í hluta Miðás á Egilsstöðum

Vegna tengivinnu verður lokað fyrir hitaveitu á milli kl. 15 og 17 í dag 11.desember

Uppfært 5.12.2024 - Ekki lengur nauðsynlegt að sjóða drykkjarvatn í Hallormsstað

Ekki er lengur nauðsynlegt að sjóða drykkjarvatn í Hallormsstað. Niðurstaða úr sýnum sem tekin voru í byrjun vikunnar komu vel út og hefur HAUST aflétt tilmælum um að sjóða þurfi neysluvatn í Hallormsstað.

Truflun á afhendingu á heitu vatni á Völlum og sumarhúsahverfinu í Ulfs,- Eyjólfs,- og Einarstaðaskógi.

Vegna rafmagnsleysis verður truflun á afhendingu á heitu vatni á Völlum og sumarhúsahverfinu í Úlfs,- Eyjólfs,- og Einarstaðaskógi. Áætlað er að rafmagn komist aftur á um kl. 15

Lokað fyrir heitt vatn í Úlfsstaðaskógi

Vegna vinnu við hitaveitu þarf að loka fyrir heitt vatn í hluta Úlfstaðaskógar milli kl 15 og 18 í dag miðvikudag.

Vatnsleki við Múlaveg á Seyðisfirði

Vegna viðgerða á vatnslögn á Múlavegi þarf mögulega að loka fyrir vatn í hluta Seyðisfjarðar. Lokunin hefur áhrif á Múlaveg, Bröttuhlíð og Botnahlíð. Beðist er velvirðingar á óþægindum

Grugg í vatni á Seyðisfirði

Í gær varð vart við grugg í neysluvatni á Seyðisfirði. Orsök þess er að í gær voru gerðar prófanir á brunahönum á Seyðisfirði á nokkrum stöðum. Meðal þeirra voru nýjir brunahanar sem aldrei höfðu verið prufaðir og lagnir við þá eftir uppsetningu ekki skolaðar fyrr en nú.

[Lokið] Lokað fyrir heitt vatn í hluta Hamra á Egilsstöðum

Vegna tengingu við heimlögn þarf að loka fyrir heitt vatn í hluta Hömrum á Egilsstöðum. Ger er ráð fyrir að vatn verði komið á aftur um 16:30. Íbúum er bent á að kynna sér ráð vegna þjónusturofs hér neðst á síðunni

[Lokið] Lokað fyrir kalt vatn í tröðum á Egilsstöðum

Vegna vinnu við inntak þarf að loka fyrir kalt vatn í Álfatröð, Faxatröð, Mántröð og Stekkjatröð á Egilsstöðum milli kl 14 og 16 í dag

[Lokið] Truflanir á afhendingu vatns á hluta Djúpavogs

Vegna vinnu við vatnslagnir í Borgarlandi má búast við vatnstruflunum eftir hádegi í dag 06.nóvember og eitthvað frameftir degi. íbúar í Borgarlandi og Hlíð verða fyrir truflun á afhendingu

Vatnsmál á Hallormsstað

Nú í vikunni voru tekin sýni af vatninu á Hallormsstað og ástandið hefur batnað mikið en enn gætir mengunar í dreifkerfi vatnsveitunnar. Því þarf enn að sjóða neysluvatn.