25.12.2024
Ekki tókst að staðsetja lekann í dag. Enn er því lokað fyrir kalt vatn í sumarhúsin á Eiðum og í kirkjumiðstöðinni. Frekari leit verður ekki gerð fyrr en eftir jól. Minnum á neyðarnúmerið 4 700 781 fyrir frekari upplýsingar
23.12.2024
HEF veitur óskar viðskiptavinum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum farsældar og hlýju á nýju ári
23.12.2024
Skrifstofa HEF veitna verður lokið frá kl. 15:00 23. des. Opnum haftur kl 9.00 fimmtudaginn 2. janúar 2025
Hafið það sem allra best um hátíðarnar.
11.12.2024
Vegna tengivinnu verður lokað fyrir hitaveitu á milli kl. 15 og 17 í dag 11.desember
05.12.2024
Ekki er lengur nauðsynlegt að sjóða drykkjarvatn í Hallormsstað. Niðurstaða úr sýnum sem tekin voru í byrjun vikunnar komu vel út og hefur HAUST aflétt tilmælum um að sjóða þurfi neysluvatn í Hallormsstað.
28.11.2024
Vegna rafmagnsleysis verður truflun á afhendingu á heitu vatni á Völlum og sumarhúsahverfinu í Úlfs,- Eyjólfs,- og Einarstaðaskógi. Áætlað er að rafmagn komist aftur á um kl. 15
27.11.2024
Vegna vinnu við hitaveitu þarf að loka fyrir heitt vatn í hluta Úlfstaðaskógar milli kl 15 og 18 í dag miðvikudag.
20.11.2024
Vegna viðgerða á vatnslögn á Múlavegi þarf mögulega að loka fyrir vatn í hluta Seyðisfjarðar. Lokunin hefur áhrif á Múlaveg, Bröttuhlíð og Botnahlíð. Beðist er velvirðingar á óþægindum
14.11.2024
Í gær varð vart við grugg í neysluvatni á Seyðisfirði. Orsök þess er að í gær voru gerðar prófanir á brunahönum á Seyðisfirði á nokkrum stöðum. Meðal þeirra voru nýjir brunahanar sem aldrei höfðu verið prufaðir og lagnir við þá eftir uppsetningu ekki skolaðar fyrr en nú.
07.11.2024
Vegna tengingu við heimlögn þarf að loka fyrir heitt vatn í hluta Hömrum á Egilsstöðum. Ger er ráð fyrir að vatn verði komið á aftur um 16:30. Íbúum er bent á að kynna sér ráð vegna þjónusturofs hér neðst á síðunni